Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 144
138
Gunnar Arnason:
IÐUNN
að saraan varirnar. Og undarlega oft sá liún í sörau
Uadrandi augun út um gluggann; þó bjó hann ekkj
í nágrenninu.
Þau voru ekki rnörg, orðin, sem þau höfðu skifzt
á. Þá sjaldan sem bann yrti á hana, svaraði hún
ekki, eða þá einhverjum sksetingi, ekki einu sinni
þegar þau dönsuðu. Það var lika ekki ofl, að þau
gerðu það. Hann var enginn »kavaler«.
Og árin liðu. Mörg smáævintýri, hér og þar, með
hinum og þessum; hún óx upp og alt breyttist, nerna
þetta eina — það var alveg eins og þegar þau sáust
fyr&t.
Tvö augu, sem mændu inn í sál hennar, altaf eins,
en óskiljanleg og full af leyndardómum eins og nátt-
myrkrið.
Ennþá skrumskældi hún sig, þegar hún mætti
honum; en hún saknaði þess óljóst, þegar hann fór
úr bænum á sumrin, og það var líkt og henni létti
í skapi, þegar hún mætti honura fyrst á haustin.
það var alt og sumt, nema hvað henni komu þau
kynlega oft í hug sem allra snöggvast, augun, áður
en hún fór að sofa. Og henni fanst þau eins og minna
heizt á ísland fyrsta árið, sem hún var í Höfn.
Og svo eflir mörg »böll» og »Bíó«, eftir langar
kaffihúsasetur og tíðar »rúntgöngur«, þá trúlofaðist
hún manninum sínum, sem nú umlar við hlið henn-
ar, ríkasta mannsefninu í bænuin og þeim sem mest
barst á, þau setja upp hringana um haustið og það
líður hægt að brúðkaupsdögunum.
þá er það eitt skammdegiskvöld; hún situr ein
heima í herberginu sinu og leikur í rökkrinu »dans-
lög« á hljóðfærið. Þá veit hún ekki fyrri en að Reynir
lýtur yfir hana og grípur hægt um axlir hennar. Og
enn sér hún í augu hans, og nú skjóta þau eldi í
Tökkrinu. Hún er nærri fallin í öngvit. Á dauða sín-
unr átti hún von, en ekki þessu. Að hann kæmi