Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 146
340
Gunnar Arnason:
IÐUNN
aðist þin. Þú fanst, að þú hafðir syndgað við ást
þina. —
— Þess vegna er ég nú kominn til að sækja festar-
þantinn, Mollj', áður en það er um seinan. —
I'yrst vissi hún hvorki í þennan heim né annan;
svo fann hún til handa lians, þær lágu mjúklega og
laust um axlir hennar og hún fann, að vangi hans
var brennheilur; í raun og veru kunni hún því vel,
i raun og veru leið henni vel, hetur en nokkuru
sinni áður. Hún heyrði orðin og reiddist ekki. Hún
undraðist bara. Þetta var vissulega dagsatt. Það var
Reynir, sem hún unui, hann, sem hún unni og hafði
etskað svo lengi sem hún mundi. Og þelta var indæl-
asta ævintýrið, sem hún hafði lifað, fegursti draum-
urinn, sem hana hafði dreymt.
Og hún lagði hendurnar um háls honum og hvísl-
aði nafn hans, er hann kysli hana.
— Það var komið undir morgun, þegar hann fór.
Og við morgunskimuna höfðu fylgjur hversdagslífs-
ins aftur læðst inn í sál hennar. Hún gat ekki hugs-
að til að lifa með honum í basli og bágindum, jafn-
vel þótt hún elskaði hann. Nei, það var sama og að
láta kjaftakerlingarnar kremja sig á milli skoltanna.
Því hjó hún sjálf á böndin.
— Sjáðu, hverju ég liefi fórnað, Reynir. Ivg hefi
fórnað mér ást minni, gefið mig þér. Nú verður þú
að fara. Annars tæta mennirnir upp hreiður okkar
og við eigum engan helgidóm til að varðveita ást
okkar í. Þú hljdur að sjá það sjálfur, að eina ráðið
til að fá að vera í friði, það er, að baða út hönd-
unuru og vekja sem mestan hávaða í kringum
sig. —
— Það verður að beita mennina þeirra eigin brögð-
um, láta þá elta sig í þveröfuga átt við þá leið, -sem
að hjartanu liggur. —