Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 153
IÐUNN
Ferhendur.
147
inn og stráðu blómum yflr gröfina, svo að þau huldu leg-
steininn«.
Pótt soldáninn léti Omari hylli sína í té í rikum mæli,
þá bakaði hann sér með dirfsku þeirri, er kom fram hjá
honum bæði i liugsun og máli, ýmugust samtíðarmanna
sinna. Einkum er sagt, að munkarnir hafi hræðst og hatað
hann, enda hæddist hann að þeim. í trúarlegum efnum
tóku þeir honum ekkert frain að frádregnum dularblænum
og ytri reglunum, sem cinkenna Ismalismann; en undir
þeirri hulu vildi Omar ekki dyljast. Skáld Persa, og meðat
þeirra Háfiz, sem að undanskildum Firdúsi er höfuðskáld
þeirra, hafa farið mjög í smiðju til Omars, en klætt alt,
sem þeir lánuðu hjá honum, í dulrænan hjúp; var það
þægilegra sjálfum þeim og lesendum þeirra. Persar eru
ekkert gefnir fyrir neitt ákveðið í þeim efnum og una bezt
því andlega umhverfi, sem þannig er blandað, að svífa má
í draum-munaði milli himins og jarðar, milli þessa heims
og annars, á vængjum skáldlegrar framselningar, þannig
oröaörar, að jafnt rná við hafa i musteri sem í krá. Omar
var of heilbrigður og ákveöinn til þessa. Pótt honum liepn-
aóist ekki að finna aðra forsjón en forlögin og hitti ekki
fyrir sér annan heim en þennan, þá leitast liann við að
hagnýta sér það eins og liægt er. Hann kýs fremur aö
sefa sálina með skynseminni, til að sætta sig við alt eins
og það er, heldur en að æsa hana með árangurslausri
áhyggju fyrir því, sem kann að vevða.
Pað hefir verið sýnt fram á, að heimslund hans ver ekki
með atbrigðum, og líkast til lýsir liann nautnum sínum
með öfgafullum orðum að gamni sinu og læzt meta þær
meira cn hin andlegu viðfangsefni, sem honum liafa hlotið
að vera ljúf, þótt eigi beindust þau í guðfræðalega átt.
Hvernig sem því var farið, þá cru liinar veraldlegu unaðs-
semdir lians það sem þær þykjast vera — ekki líkingar ein-
göngu, er benda lil æðri andlegri etna. Yínið hans er raunveru-
legur lögur víndrúfunnar; kráin hans þar sem það var
selt; skenkjarinn holdi og blóði klæddur skutulsveinnino,
er bar honum vínið. Alt þetta, ásamt útsprungnum rós-
unum, kveður hann sér nægja liérna í lifinu og játar að
hann búist ekki við öðru í Paradís.