Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 6
104 Helgafell. IÐUNN II. Það er eitt með öðru talið til athafna Þorsteins þorskabíts, sonar Þórólfs Mostrarskeggs, að hann lét fyrstur manna reisa bæ að Helgafelli nálægt 935. Færði hann þangað bú sitt af föðurleifð sinni, Hof- stöðum.1) Eftir drukknan Þorsteins þorskabíts gerðist Börkur hinn digri, sonur hans, bóndi að Helgafelli og sat þar, til þess er bróðursonur hans, Snorri Þorgrímsson goði, hrökkti hann burt þaðan og settist þar að sjálfur, árið 979. Sýnist Snorra hafa verið mjög mikið í mun að ná undir sig Helgafelli.2) Gerðist hann þar brátt hinn mesti höfðingi og hafði rausnarbú og fjölmennt um sig. Árið 1000, eða sama ár og kristin trú var lögskipuð hér á landi, lét Snorri gera kirkju að Helgafelli. Er sagt, að hann hafi flutt mest við Vestfirðinga, að við kristni væri tekið.3) En jafnan síðan hefir verið kirkja að Helgafelli, og klaustur var þar frá 1184 og fram til siðaskifta. Þess verður vart í fornum heimildum, að snemma hefir hafizt mikill átrúnaður á Helgafell. Gat ekki hjá því farið, að menn veitti fellinu brátt athygli, svo sér- kennilegt sem það er. Trúna á fellið má rekja til land- námsmannsins á þessum slóðum, Þórólfs Mostrarskeggs, sbr. þessi ummæli Landnámabókar: »Þórólfr nam land frá Stafá inn til Þórsár ok kall- aði þat alt Þórsnes; hann hafði svá mikinn átrúnað á 1) Sbr. Eyrbyggjasögu, útg. Ouöbrands Vigfússonar, Leipzig 1864, kap. 11, bls. 12. 2) Sbr. Eyrbyggjasögu, kap. 14, bls. 16 — 17. 3) Sjá Eyrbyggjasögu, kap. 49, bls. 92.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.