Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 9
IÐUNN Helgafell. 107 löku hafi mönnum verið annað tamara en að líta gá- iauslega til þessa helga vés feðra sinna. Og í þjóðtrú íslendinga mun jafnan hafa varðveitzt lotning fyrri tíðar manna á fellinu, þótí litlar sögur fari af slíku. Má í því sambandi geta þess, að allmargir menn trúa því enn í' dag, að sá maður, sem gengur upp á Helgafell, án þess að mæla orð frá vörum eða líta um öxl sér á leiðinni upp fellið megi einu sinni á ævinni óska sér þriggja óska, þegar upp er komið. En hver, sem þetta gerir, verður að halda því leyndu, hvers hann hefir óskað sér, þangað til það er komið fram. III. Ferðamaðurinn nálgast Helgafell. A leiðinni frá Stykkis- hólmi hefir hann rifjað upp fyrir sér þær fáu fornar sagnir, sem til eru, um fellið. I dag ætlar hann sjálfur að sanna eða ósanna þau ummæli, sem enn hvíla á því; hann ætlar að ganga upp á fellið og freista hamingjunnar. Af öll- um þeim óskum, sem honum hvarfla í hug, reynir hann að velja þær, sem hann hyggur haldkvæmastar. Á bæjarhlaðinu á Helgafelli mætir hann tveimur mönn- um. Það eru þeir Snorri hinn ungi, sem ætlar að verða bóndi á Helgafelli, og afi hans. Þeir frændur sýna ferða- manninum kirkjuna og leiði Guðrúnar Osvífursdóttur,1) en Guðrún andaðist að Helgafelli »ok þar hvílir hon«.2) 1) Laxdælasaga, útg. Kr. KSlunds, Kh. 1889—91, ltap. 78, bls. 288. 2) Guörún Osvífursdóttir keypti um lönd við Snorra goða árið 1008 og flultist frá Tungu í Sælingsdal til Helgafells, af því að hún þoldi ekki návist Hjarðhyltinga eftir dráp Bolla, manns síns. Snorri fluttist þá að Tungu (sjá Laxdælasögu, kap. 56, bls. 211; sbr. Eyr- byggjasögu, kap. 56, bls. 103. —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.