Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 18
116 Gráni. IDUNN hripið og kastaði því, heldur ómjúklega, út í grjótið, svo fór hitt sömu leiðina. Svo sleit hann reiðinginn af klárn- um og þeytti honum frá sér. Brandur var nú staðinn upp og lét dæluna ganga: »Horngrýtis fanturinn«, hann hóstaði, »þú misþyrmir mér, hefðir líklega drepið mig ef strákurinn hefði ekki verið við. Þú eyðileggur fyrir mér verkfærin, þú stelur frá mér því, sem þú varst búinn að gefa. Eg stefni þér, stefni þér, stefni þér, þú skalt fá að kenna á því, mann- drápari«. — En það var eins og Einar heyrði ekki til hans. Hann strauk Grána um hausinn, en Gráni nudd- aði sveittum hausnum upp við Einar. »Eg nefni ykkur votta«, sagði Brandur, »þig strákur og þig bílstjóri, að misþyrmingum, meiðslum, skaða og ráni«. »Auðvitað bera þeir vitni«, sagði Einar og hvesti augun á Brand, »ef þú þorir að stefna, mannfýla*. Svo teymdi hann Grána upp á veginn. Hann lét mig fara í bílnum til Reykjavíkur aftur. Þegar bíllinn var að komast yfir næstu hæð, leit ég aftur. Eg sá Einar koma gangandi á veginum, hann teymdi Grána. Daginn eftir kom hann, og reið þá Grána, í hnakknum sínum. Aldrei mintist hann einu orði á við- burðinn við mig, og aldrei þurfti ég að bera vitni í málinu. Þegar ég fór burt frá Reykjavík, þrem árum síðar, var Gráni enn þá lifandi. Hann var orðinn æði fóta- veikur og bágur fyrir brjósfi, og menn sögðu að það kostaði Einar drjúgan skilding að halda lífinu í klárnum. (Gamlárskvöld 1926). Þórir Bergsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.