Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 23
IÐUNN Rúm og tími. 121 stað í ómælanda reginhafi eða þá sem ótölulegur eyja- grúi víðsvegar um hið ómælanda reginhaf. Spakir menn og sjáendur liðinna kynslóða, svo sem Demókrít, Drúnó og Kant, hafa af snilli anda síns skynjað þetta í bjartara ljósi en aðrir menn: Sköpunar- verkinu telja þeir engin takmörk sett. Tölu sólna og himinhnatta ætla þeir hærri öllum tölum og rúmið sjálft og sköpunarmagnið takmarkalaust í allar áttir. Þessa skoðun aðhyllast einnig margir menn á vorum dögum, og virðist hún samrýmast skynsemi manna einna bezt. En rannsókn manna á aðdráttaraflinu, og athugun manna á ljósi því, er himinhnettirnir senda oss, styður þetta eigi til fullnustu. Hallast því sumir lærðir menn að þeirri skoðun: að heimskerfin skipi sér þéttast niður umhverfis oss, en gisni æ meir er utar dregur, svo að síðustu taki við niðadimt, endalaust eyðidjúp. Sköpunarverkið væri þá — hversu stórt sem það annars er — hverfandi lítið móts við auðnina utan við það. Þessi skoðun er vafalaust rétt, að því er snertir Vetr- arbrautina — heimsveldið mikla, sem vér búum í. Lýtur alt að því, að hún sé þéttust um miðbik sitt, en gisni því meir sem utar dregur og nær endimörkum sínum í rúminu. En þó að sólnasveipur Vetrarbrautar sé geysi mikill, þá felst þó eigi sköpunarmagnið alt innan vébanda hans. Ef vér gætum svipast um í rúminu, fyrir utan Vetrar- brautina, þá myndi oss sýnast himinhvolfið — sem vænta má — gerbreytt í flestu, en eigi þó með öllu ljóslaust. Vér gætum hugsað oss Vetrarbrautina séða úr þeirri fjarlægð, að hún sýndist að eins lííil gráleit móða með óskýrum ummörkum, en engin stjarna yrði greind. Geislaflóð það, er streymir frá þúsundum miljóna sólna, dofnar svo mjög og hverfur í rúmið. En væri litið í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.