Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 25
IDUNN Rúm og tími. 123 Newtonslög og staðreyndir manna. Seeleger ályktar: Ef efnið í geimnum er yfirleitt jafnþétt og óendanlega þungt, þá væri aðdráttaraflið eigi að eins óákveðið við tiltekna punkta, heldur hefði það óendanleg gildi. Kelvin lávarður ályktar einnig: Efnið í vúminu ev að tiltölu og meðaltali þvi minna sem meiva vúm ev tekið til og hvevfandi lítið í vúmi, sem hefiv takmavkalausa víðáttu. Þjóðverjinn Föppl hefir bent á, að eigi þyrfti þó svo að vera. Hugsanlegt er, að til sé í rúminu pósitívt efni og negatívt efni. Ef þyngd beggja þessara tegunda efnisins væri hin sama, þá mundu kraftlínur efnisins, líkt og kraftlínur rafmagns, liggja millum pósitivs og negatívs efnis. Tilvera negatívs efnis er engan veginn óhugsandi. Pósitív efni — eða hin einu efni sem vér þekkjum — halda saman og negativ efni ættu að gera slíkt hið sama, svo að álengdar væri þess engi kostur að vita, hvort hnattkerfi væri af pósitívum eða negatívum efnum gert. Eigi væru heldur neinar líkur til þess, að pósitívt og negatívt heimskerfi svifu hvort í nánd við annað, þar eð þau mundu forðast hvort annað í stað þess að nálg- ast. Sennilegast mundi vera að hnattakerfi, með fráhrind- ingu sín í milli, mundu fjarlægjast hvort annað svo mjög, að engi tök væru á að athuga bæði frá sama stað og verða var við hrindiaflið millum þeirra. Dimman á hvelfingu himinsins er annað, sem stríðir gegn hugmyndum manna um óendanlega stjarnamergð. Mátækið segir: »Safnast þegar saman kemur«, og svo er einnig um ljósgeisla stjarnanna. Takmarkalaus stjarna- mergð, jafndreifð um rúmið, mundi gera hvelfingu himins að einu óslitnu, logandi ljóshafi, svo að vér værum sem innan í eldkúlu. Sameinað geislaflóð allra þessara ótelj- andi sólna rynni saman í elfu þá, er gerði himinhvolf

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.