Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 26
124 Rúm og tími. IÐUNN alt að einni lýsandi sól. Þetta er fjarri því, sem er. Hvelfing himins er dimm. Ljósin í rúminu blika aðeins á stöku stað, og víða um himin sést engu meira í full- komnum sjónaukum en í litlum leikhúskíki. Hvað veldur þessu? Gefur móðan í himingeimnum skygt á ljós úr mikilli fjarlægð, eða gætir hennar að engu? Helzt er svo að sjá, að hennar gæti eigi að neinu. Stjörnuveldi sjást í sjónaukum úr 100 000 miljóna ljósára fjarlægð, að ætla má. Hinsvegar getur örlítið misturský í gufu- hvolfi jarðar vorrar byrgt fyrir sólu, sem má þó heita rétt hjá oss, miðað við þessa óravegu. Ber þetta ótví- rætt vitni um, að rúmið sé alueg gagnsætt og tært, svo að ljósið geti borist veg allrar veraldar hindrunarlaust. Sköpunarverkið er takmarkalaust. En þó að ýmislegt styðji þá skoðun, að sköpunarmagnið — þrátt fyrir geysimikla stærð — eigi sér einhver endimörk, þá styður þó alteins margt skoðun þá — og þar á meðal hugboð vort — að hvergi séu þó þau takmörk til, heldur séum vér umkringdir takmarkalausu sköpunar- verki í takmarkalausum himingeimi. En þetta tvent er gersamlega hvað á móti öðru. \Jér erum hér á yztu úfjöðrum mannlegrar reynslu. Þar er villugjarnt. Þar stöndum vér ávalt andspænis furðu- verkum. Ef sköpunarverkið er takmörkum háð, þá getur alt orðið eðlilegt um birtu himinhvolfsins inn á við. Vér værum einhversstaðar langt inni í landi og sæjum næst- um hvergi til hafs. Haf óskapnaðarins lægi þá svo langt frá oss, að hvergi sæi strendur þess. Stjörnur sjást nálega hvar sem litið er, en gisnar að vísu. En varan- leik alheims vors, sé hann takmörkum bundinn, má þá líkja við varanleik meginlands, er inörg stórfljót renna

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.