Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 27
IÐUNN Rúm og lími. 125 um. Þau bera sandkorn niður til stranda og flytja því smátt og smátt meginlandið sjálft á löngum tíma út í haf. Þar taka öldur og straumar úthafsins við og bera þetta út í afgrunnið. Þannig mundi alheimur vor að lokum tæmast að orku og efnum, ef hann syndir í tak- markalausu óskapnaðarhafi. Aðeins vor eigin sól brenn- ur svo ákaft, að eyðsla hennar mundi nema 16 000 billjónum tonna af kolum á sekúndu hverri. Hitabylgjur þær, sem af þessu koma, þjóta út í rúmið. Orlítill hluti staðnæmist í sólkerfi voru, en aðeins þó um stundar- sakir. Alt fer að síðustu út í geiminn, en hver veit hvert? Allar sólir brenna þannig hvíldarlaust, sumar miklu örar, en aðrar litlu hægar. Orka sú, er berst út um geiminn af þessum völdum, hagnýtist á ýmsan hátt á reikistjörnum víðsvegar í himingeimnum og er aflgjafi allra hluta í efnisheiminum. »Mikið skal til mikils vinna«. Tré á jörðu fellir fræ, er skifta mörgum tugum þús- unda, til þess að Iifa þótt það deyi. Þegar bezt lætur komast fáein lífs af, en öll hin deyja. Móðir náttúra hefir að vísu af miklu að taka, en eigi getum vér betur séð, en að hiti hennar tæmist og hverfi að mestu, alveg til ónýtis, út í Ginnungagapið og eyðist þar og hverfi að lokum. Eigi aðeins ljós og hiti færi þannig burt úr heiminum, ef hann sveimar í auðum himingeim. Ljósið ber með sér smágert ryk burt úr eldhöfum sólnanna og út í rúmið. Menn hafa leitt getur að því, að sólin missi e-^o^r hluta efnis síns á biljón árum með þessum hætti. Tala sú er afar óviss, en telja má þó víst, að eitthvað af efni svifi þannig út í geiminn. Ef allar sólir eyða þannig efnum sínum, þá gengur til þurðar efnismagnið í sköp- unarverkinu. Hnattakerfi gætu einnig slitnað úr tengsl-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.