Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 28
126 Rúm og tími. IÐUNN um við sljarnakerfið og horfið burt. Vart getur hugsast að samheldni sköpunarverksins sé svo fullkomin, þar sem alt er á ferð og flugi, að eigi gæti eitthvað týnst. Einstöku hnettir eða hnattkerfi gætu ef til vill slitnað úr böndum móðurhnatta sinna og horfið út í Ginnunga- gapið úti fyrir og átt síðan aldrei afturkvæmt til stjörnu- veldanna. Hyrfu þeir þá burt úr sköpunarverkinu og íýndust alveg út í myrkrið. Alt þetta stríðir gegn hugmyndum manna um varan- leika efnisheimsins, því oss er tamast að líta svo á, að tilveran glati engu til fulls, heldur reisi við á einum stað jafnótt og hún rífur niður á öðrum stað. Mistrið í rúminu. Þess var nýlega getið hér í rit- inu, að próf. Shapley hefði með rannsóknum sínum á ljósi frá breytistirnum í kúlulaga fjölstirnum, er sveima í alt að 270000 milj. ljósára fjarlægð en teljast þó með Vetrarbrautinni, komist að raun um, að ljósið bærist alveg óbrotið um himingeiminn. Sfjörnur í hópum þess- um virðast alt eins bláar og í nánd við oss. Þetta styrkir mjög þá skoðun, að rúmið utan við gufuhvolf hnattanna sé alveg tómt og Ijósvakinn tær. Að hinu leyti eru þó víða um hvelfingu himinsins alveg dimmar eyður og stjörnulausar. Stærstar og kunnastar eru svonefndar Kolagrafir, sem eru alsvört þykni eða op á stjörnutjald- inu. Vera má, að þar sjáist út í algera auðn, en eigi er þó nauðsynlegt að álykta þar af, að sköpunarmagnið sé takmörkuð stærð. Það er eigi sjálfsagt, að stjörnum eða stjörnuveldum himingeimsins sé sáð jafnt út um alla al- heimsvíddina, þó að oss sé tamast að hugsa svo. Hnett- irnir skipast í kerfi, svo langt sem athugun mannanna nær. Stærðfræðingar, sumir hverjir, telja jafnvel að ótal leiðir geti hugsast til þess, að skipa niður heimskerfun-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.