Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 31
IÐUNN Rúm og tími. 129 sól vor og stjörnuhópur sá, er hún telst til, sé í tölu þeirra stjarna, sem hjúpaðar eru örsmáu ryki, líkt og Sjöstirnið. Geislar ljóss hindrast misjafnlega mikið af ryki því, sem á leið þess verður, og hefir Shapley fært rök fyrir því, að eigi seinki geislum þeim, er hindrast mest, um meira en 1 mínútu á þessari 100 ljósára leið í gegnum þenna móðuhjúp. Er því ryk þetta sannkallað smávægi, sé það nokkuð. — Eigi þekkja menn uppruna þess. Vera má, að það sé útstreymi smáagna, er berast und- an þrýstingu ljóssins frá sólum stjörnuhópsins, og vera má einnig, að það séu hinar síðustu leifar móðurþok- unnar, sem stjörnuhópurinn kann að hafa safnast úr. Niðurlagsorð. Má nú sjá, að rannsóknir allar og hugleiðingar um sköpunarmagnið í víðáttu alheims- ins leiða anda manna í ýmsan vanda. Virðist svo sem staðreynd rísi gegn staðreynd og ályktun gegn ályktun. Vafasamt er hvort mannkynið fær nokkru sinni fulla vissu um þessa hluti, en komi hún, þá verður hennar langt að bíða. Ásgeiv Magnússon.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.