Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 33
IÐUNN 3379 dagar úr lífi mínu. 131 árangur. Hér birli ég greinarkorn milf í íslenzkri þýðingu, jafnvel þótt meginefni þess sé flestum íslenzkum lesendum sennilega of gamalkunnugt, til þess að þeir hafi nokkra ánægju af að rifja það upp fyrir sér. Þýtt í maímánuði 1928.] Ég vil gjarnan segja fáein orð um mitt eigið líf eins og aðrir SAT-félagar. En í stað þess að lýsa einum stuttum degi, kýs ég heldur að greina lesendunum frá þrjú þúsund, þrjú hundruð og sjötíu og níu dögum á hinni mótdrægu lífsleið minni. Ég var lítillátur málfræðingur, sem umhverfðist í bylt- ingarsinnaðan rithöfund. Eftir málfræðinám mitt var ég kvaddur til kennara við kvöldskóla iðnaðarmanna í höf- uðborg vorri Reykjavík. Þar kendi ég íslenzka málfræði. Þetta gerðist 1. október árið 1918. Með þeim degi hefst nýtt tímabil í lífi mínu. I janúarmánuði 1921 var ég einnig fenginn til að kenna íslenzka tungu við verzlun- arskóla hér í bænum. Báðar þessar námsstofnanir eru einkaskólar, er njóta styrks af ríkisfé, og iðnaðarskólinn hefir þar að auki dálítinn stuðning frá bæjarsjóði. Kenslutími minn stóð yfir ár hvert frá 1. október og þar til í byrjun maímánaðar. Kaup mitt var hér um bil þrjár krónur (nálega þrír svissn. frankar) fyrir hverja kenslustund. Þar að auki fékk ég þá og fæ enn þá lítilsháttar styrk úr ríkissjóði til þess að safna orðum og orðatiltækjum úr íslenzku alþýðumáli. A sumrin hefi ég flakkað fótgangandi um landið með poka á baki og safnað málvísindum. Arið 1922 birti ég Leiðarvísi urrt orðasöfnun handa sjálfboðaliðum við söfnunina víðs vegar um land. Þessi ár um vetrarmánuðina sökti ég mér einnig niður í spíritisma, guðspeki og indverska heimspeki. Ég þýddi og með tveimur vinum mínum tvö rit um yoga- heimspeki. Jafnframt iðkaði ég árum saman margvíslegar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.