Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 34
132 3379 dagar úr lífi mínu. IÐUNN yogaæfingar, og fyrir tilsfyrk þeirra bætfi ég stórum heilsu mína. Um þessar æfingar reit ég eldlega tímarits- grein, er ég kallaði Ljós úr austri. Auk þessa flutti ég tölur og fyrirlestra um hin og þessi heimspekileg og háspekileg efni. Eg óskaði í einlægni að öðlast skýlausa þekkingu á hinum duldu og sýnilegu lögum alheims- ins, og vanmáttur hjarta míns leitaði sambands við hið absoluta. Þessi forvitni mín og löngun eftir ímyndaðri lausn knúði mig lil að takast ferð á hendur til Lundúna og Parísarborgar sumarið 1921 til þess að sjá og hlýða á fræga dulspekinga og heimsfræðara. En uppskera mín varð rýr. Eg sá að eins menn og heyrði að eins orð. Eftir heimkomu mína úr þessum vonsvikna leiðangri gerðist óvenjulega hlægilegur atburður í þjóðlífi voru. Hann dró athygli mína ofan úr draumsölum himinsins niður í hlandforir veruleikans, sem vér köllum jarðneskt líf. Upp úr því tók ég að lesa og brjóta heilann um þjóðfélagsmál. Og ég varð eldrauður jafnaðarmaður. Aður var ég að eins hversdagslegur, velviljaður um- bótamaður. Eg var ágætur kennari. Nemendurnir hrósuðu tilsögn minni. Og yfirboðarar mínir stungu því að mér, að betri fræðara hefðu þeir aldrei haft. En forlögin eru hverful. Hjörtu mannanna stjórnast ekki af hyggindum. Þau eru lamin áfram af saurugum fýsnum. Þess vegna hrapaði ég vonum bráðar af himni »ágæts kennara*. Arið 1922 kastaði ég upp í jórtrandi ginið á borgara- legri hræsni lítilli bók, sem ég valdi nafnið liuitir hrafnar. Hún flutti lyrisk ljóð. Þar söng ég auðvitað um hina heilögu ást, um náttúrur borgaranna, um örlög mannanna, um himnaríki og helvíti, um líf og dauða. Eg var nýstárlegt nútíðarskáld. Futuristi, ekspressionisti,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.