Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 41
IÐUNN 3379 dagar úr Iífi mínu. 139 nokkrir saman að samningu íslenzk-esperantiskrar orða- bókar. Nokkrum mönnum hefi ég kent esperantó. Ég vakna venjulega kringum kl. 8 að morgninum og byrja þá að lesa eða skrifa í rúminu. Stundum ver ég morgunstundunum til þess að lesa yfir rit dr. Zamenhofs og safna úr þeim orðum og sérstaklega orðatiltækjum. Um kl. 10 klæði ég mig, geng úti í eina klukkustund, iðka líkamsæfingar I. P. Miillers og baða mig eða fer í sjó. Kl. 12 á hádegi et ég miðdegisverð og spjalla þá oft við mötunaufa mína um stjórnmál eða manifestationir hins absoluta. Eftir árangurslaust samtal labba ég heim og les venjulega eða skrifa til kl. 7. Þá skrepp ég á rakarastofu og renni þar augunum yfir það, sem skoðana- bræður mínir kalla »dagsins pólitík«. Hún er ekki neitt merkileg hér á landi. Að því loknu et ég kvöldmat. Eftir kvöldmatinn sýsla ég við hitt og þetta. Stundum les ég eða skrifa. En oftar heimsæki ég kunningjafólk mitt og ræði við það stjórnmál, esperantó, sálarfræði, dulspeki, heimspeki, bókmentir eða læt hugann fljúga um heima og geima á engilvængjum hinnar glöðu dellu, alt eftir því hvernig áheyrendurnir eru andlega innrétt- aðir. Ég hefi töluverða innsýn í mannlega náttúru, veit hvað hverjum einum henfar bezt og kann vel að haga mér eftir kringumstæðunum. Stundum segi ég æfisögu- brot, gæði fólki á draugasögum eða hermi eftir kjána- legum prestum. I því er ég snillingur. Þegar klukkan slær eitt, legst ég til hvílu og sofna, ef bróðir dauðans vill unna mér þeirrar dýru náðar. En oft ligg ég andvaka til kl. 3 eða 4 og flyt þá langar tölur á esperantó, unz sljóleiki holdsins spýtir mér inn í ríki draumanna, þar sem spekin breytist í heimsku og heimskan umsnýst í speki. Stundum stekk ég fram á gólf um miðjar nætur og báða mig hátt og lágt úr köldu vatni til þess að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.