Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 43
IÐUNN 3379 dagar úr lífi mínu. 141 og klunnaleg. Orðaröðunin er oft fjærri sanni og dregur of mjög dám af hinum og þessum heimskulegum orða- tiltækjum þjóðmálanna. Setningar eru oft langar, flóknar og óskýrar. Margvísleg orðatiltæki eru hvert öðru of lík. Tíðir sagna eru um of samantvinnaðar í sömu setn- ingunni. Vegna þessara galla verður frásögnin strembin, óskýr, þunglamaleg og missir algerlega marks. I bókaskáp mínum eru nokkur esperantórit, sem eru svo illa skrifuð, að ég hefi mist alla von um að geta nokkurntíma komist að efni þeirra. Meðal slíkra vola- piiksrita er bók Henri Barbusse: Eklumo en la abismo. Þrisvar sinnum hefi ég lagt út í að lesa þetta rit herra Barbusse. En ég hefi altaf gefist upp þreyttur og gramur. Fyrir mínum eyrum hljómar hún eins og óskiljanlegt hrafnamál. Til hvers er verið að sóa fé í að birta svona ólæsilega þýðingu? Eftir mínum óbrotna skilningi eru bækur prentaðar til þess að lesa þær. Ef ég hefi rétt fyrir mér í þessu, verður að gera þá kröfu, að þær séu sæmilega skiljanlegar, að minsta kosti ef þær eiga að verða ómentuðum öreigalýð að einhverju liði. Hvers- dagsmaðurinn hefir hvorki hentugleika né þolinmæði til þess að sóa tíma sínum í klúsaðan viðvaningsskap. Ef höfundarnir skrifa svona bjálfalega á þjóðmálunum, eiga þýðendurnir að breyta stílshætti þeirra í skiljanlegt mannarnál, ef rit þeirra þykja að öðru leyti verð þess að þýða þau. Vér nútíðarbyltingarmenn eigum að útskúfa að fullu og öllu úr bókmentum esperantista hinum strembna, smásmuglega og úrelta vísindastíl, sem lá eins og beinserkur utan um hugsunarhátt gömlu háskóla- mannanna og ennþá afmyndar rithátt margra þýzkra rithöfunda. Bækur eru ritaðar vegna lesendanna. En lesendurnir eru ekki skapaðir til þess að lama heila sinn í bjálfalegu klúðri fúinna háskólasérvitringa.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.