Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 44
142 3379 dagar úr lífi mínu. IÐUNN Þennan útúrdúr hefi ég gert vegna þess, að ég er einlægur fylgifiskur esperantóhreyfingarinnar og að esper- antóritin hafa tekið mikinn tíma af síðustu þrjú þúsund, þrjú hundruð og sjötíu og níu dögum æfi minnar. Það er og óblandin ósk mín, að hin háleita hugsjón esperantista veki hið sljóa mannkyn af doða heimskunnar. Og ég er sannfærður um að bezta vopn vort í þessu skítverki verða vel ritaðar, skemtilegar og nytsamar bókmentir. í dag er fyrsti janúar 1928. Sólin hangir dimmrauð niðri við sjóndeildarhringinn. ]örðin er hjúpuð þunnri snjóbreiðu. Hljóðlát hænsni spígspora með fyrirlitningu fyrir utan gluggann minn. Þreytulegar mannamyndir þramma þungum skrefum eftir götunni, niðurdregnar af ofáti hátíðisdaganna, sem haldnir eru til minningar um frelsara sálarinnar. Ég sit við skrifborðið mitt og hand- leik gömul orð, brotna bautasteina löngu dáinna daga. Þrjú þúsund, þrjú hundruð og sjötíu og níu dagar úr lífi mínu eru runnir út í gímald óendanleikans. Þórbergur Þórðarson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.