Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 49
IÐUNN Alþýðan og bækurnar. 147 da Vinci voru t. d. nokkurskonar þúsund-þjala-smiðirr þó ótrúlegt megi þykja þeim, sem segja að Ríkharður okkar geti aldrei talist listamaður »af því hann fáist við svo margt«. Skáldskapur er mannlífsspeki. Það er hans hlutverk að grafa eftir nýjum mannlífssannindum og segja þau á þann hátt, að allir muni og skilji. Eins og náitúrufræð- ingurinn þarf að gagnþekkja hlutinn, er hann vill lýsa,. eins þarf skáldið umfram alt að gagnskilja mannlífið og fólkið, er hann skrifar um. Hann þarf að hafa lifað með þeim, er hann lýsir, helst undir sömu kjörum. Ljóð- skáldið, sem yrkir náttúrljóð, má ekki vera gestur, heldur heimamaður hinnar frjálsu náttúru, þarf að finna sig sem hluta hennar, skilja »anda hennar*. Sveitasögur ]óns Thoroddsens eru sígild listaverk vegna þess, hvað þær eru sannar. ]ón Thoroddsen var fátækur embættismaður uppi í sveit og roskinn og lífs- reyndur, er hann ritaði sögur sínar. Hann hafði náin kynni og glöggan skilning á sálarlífi og starfsháttum þess fólks, er hann lýsti. Dýrasögur Þorgils Qjallanda eru sérstæð og sígild listaverk. Þar er fjárhirðirinn, sem hefir listrænan frum- leik til að skilja sálarlíf dýra og manna. Fögnuður og sannleikur listarinnar ljómar af verkum hans. Hið sama má segja um sögur og leikrit Kristínar Sigfúsdóttur. Lífsreynsla hennar, kvenlegur næmleiki,. djúpur skilningur, samkend og sannleiksást gefa verk- um hennar ævarandi gildi, og stíllinn er hinn fegursti íslenzkur alþýðustíll. Öll þessi ágætu rit, er ég nú nefndi, eru rituð af fögnuði og hrifningu. Flest okkar ágætustu ljóð eru orkt af þeim djúpa skilningi, er hrifningin veitir. Einkenni góðs kvæðis er sannleiksgildið. Náttúru-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.