Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 55
IÐUNN Ritsafn Gests Pálssonar. 153 verið honum andlega skyldur. Það hefir efalaust verið báðum þeim mikill gróði að kynnast. Smásögur Einars Hjörleifssonar, hinar snildarlegu, eru ekki afar-ósvipaðar Q. P. Hins vegar hefir E. Hjörleifsson verið Gesti skilningsgóður vinur. Það hefir annars verið gaman að lesa ritdómana um þessa útgáfu, eins og raunar alla ritdóma, ekki af því, að nokkuð sé á þeim að græða, á ritdómum er sjaldan neitt að græða, heldur af því, að sjá svona svart á hvítu, hvernig sagan endurtekur sig. Snillingarnir drepnir og síðan gerðir að dýrlingum með lofsöngvum um alt land og alla leið upp í himininn. Sérstaklega ein- kennilegt að heyra dagblaðrara oddborgaranna hæla nú Qesti þessi ósköp, bara af því, að hann er dauður. Eða sjá þeir ekki, að Gestur Pálsson var og er enn besti málsvari >smælingjanna«, sem þeir kalla svo? Og sjá þeir ekki, að hann var fyrsti sáðmaður jafnaðarstefn- unnar hér á landi? Og sjá þeir ekki eða finna þeir ekki örvar hæðninnar, sem hann skaut og hanga enn á hjörtum þeirra og »höfðingjanna«, sem þeir kalla svo? Sumir reyna þó að minna á dómaraembætti sitt. Einn dagblaðrarinn, sem leigir sig ýmist austur eða vestur og hefir því sagt flestar mótsagnirnar, sækir róminn ógurlega djúpt og segist finna hnökra á stíl Gests Páls- sonar, og kvæði hans, þau skárstu, séu ekki einu sinni sambærileg við þær sögur hans, sem minstur veigur er í! Hvaðan kemur manni þessum vald til þess að tala svo digurbarklega um Gest Pálsson? Það er auðséð á þessu og mörgu fleiru, að maður sá vill þó vera grey þess meistara, sem segir að Steingrím Thorsteinsson hafi brostið hagmælsku! En Ólína Andrésdóttir........... ]a—á!

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.