Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Síða 57
IÐUNN
Ritsafn Gests Pálssonar.
155
víkja við orðum í hendingu hjá honum og láta fara
betur. En þetta hefir verið algengt hjá öllum skáldum,
þótt dálítið misjafnt sé. Nú er þetta að breytast til batn-
aðar og meiri fegurðar. Finst það nú naumast hjá bestu
skáldum okkar, eins og Stefáni frá Hvítadal. Hiklaust
er sú góða breyting mest að þakka »Hrynjandi íslenskrar
4ungu«, bókinni, sem Sig. Kr. Péturssyni var meinað að
gera að doktorsritgerð, þótt hún og höf. ætti það frekar
skilið heldur en flestar aðrar slíkar ritgerðir og höfundar.
Fyrirlestrar Gests Pálssonar munu sennilega enn lengi
verða Iesnir með ánægju sökum fyndni og hæfni, sér-
staklega þó »Lífið í Reykjavík*. Menn tala mikið um,
að þessi fyrirlestur sé ágæt og skringileg skopmynd af
Reykjavík, eins og hún var þá. Eg hefi talað við ýmsa,
sem vel muna eftir þessari Reykjavík, sem Gestur lýsir.
Og þeir segja, að fyrirlesturinn sé rétt lýsing. Og það
er hann efalaust.. Fyrirlesturinn er rétt mynd, dregin
með einlægni og nákvæmni snillingsins. Gestur hefir
skoðað ofan í kjölinn. Hann lýsir sálarlífi ræfilsins og
birtir viðtal við höfðingjann og bendir á verkin. Þessi
mynd er dregin af meiri snild en allar aðrar myndir af
Reykjavík, sem við höfum séð. En við lifum í allskonar
falsi. Þess vegna þykir okkur sannleikurinn hlægilegur.
Það er gaman að bera saman þessa lýsingu G. P.
við Reykjavík nú á tímum. Við hljótum að kannast við
skyldleikann og undrast, hversu líkt er flest enn eins og
þá. Verkleg atorka hefir að sönnu tekið mikinn fjörkipp.
Og fólkið er fleira, en sama er sinnið. G. P. talar um
fimm mannflokka í Reykjavík. Nú eru þeir sjö. Það eru
allir þeir sömu og áður, ósköp líkir því, sem Gestur
lýsir þeim. En nú hafa bæst við útgerðarmenn, ofurlítil
skopmynd af útlendu auðvaldi, og háskólamenn. Hinir