Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 58
156 Ritsafn Gests Pálssonar. IÐUNN fyrnefndu hafa valdið ofurlitlum breytingum bæði á hugs- unarhætti fólksins og í verki, en hinir síðarnefndu eng- um. Kjaftakerlingarnar eru nú að mestu sokknar í mann- fjöldann og ráða ekkert við verkefnið. En klíkurnar hafa lítið breyst. Eg get ekki ímyndað mér, að allskonar klíkuskapur hafi nokkurn tíma verið magnaðri en nú. Ritdómar Gests Pálssonar eru afar-skemtilegir og sanngjarnir. Mikið hefir verið fárast um það, hversu ósanngjarn G. P. væri í garð Matth. ]ochumssonar. Menn þola altaf illa að heyra sannleikann um sig og sín átrúnaðargoð. Gestur hefir sagt bæði kost og löst á Matthíasi og á þakklæti skilið fyrir hreinskilnina í því eins og öðru, sem hann lýsti. Og mikill munur er á þessum ritdómi Gests, eða aðferð nokkurra ritdómara, sem bograst við að mæla litlu tá sumra rithöfunda og segja svo sigri hrósandi, að svona sé maðurinn hár. Gestu'r Iýsir og kostum Matthíasar með sterkum orðum, og hann færir dæmi til og rök fyrir hvorutveggju. Æfisögu og sálarlífi Gests verður sjálfsagt ekki betur lýst, en Einar Kvaran gerir. En ekki kann ég við þessa slúðursögu um andlát Gests í ritgerðinni. Hún mætti víst deyja út. Okkur varðar ósköp lítið um það, hvort höfundar hennar voru Heimskringlu-menn eða þeir Lögbergs-menn. En eftir þessu virðist sjálf sagan vera sönn. Það, sem mestu máli skiftir og við vitum fyrir víst er það, að Gestur hefir farið illa með sjálfan sig og aðrir farið illa með hann. Hann hefir flæmst af landi burt fyrir skilningsleysi samtíðar sinnar og aldrei verið metinn að verðleikum, meðan hann lifði, og sáralítil eða engin laun verið boðin fyrir sín meistaralegu ritverk. Gesti hefir auðsjáanlega þótt gott að tala um skáldskap.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.