Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Síða 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Síða 59
IÐUNN Ritsafn Gests Pálssonar. 15T Hann harmar það mjög, að ekkert íslenskt skáld má gefa sína náttúru alveg skáldskapnum á vald og segir,. að þau gangi með blýlóð á báðum fótum. »Og blýlóðin eru daglegt brauð«. Hvað ætli hann hafi þá hugsað um sjálfan sig? En hér mætti hann ekki öðru en hinum þjóðlegu skoðunum Jóns á Ystafelli og var rekinn út á gaddinn. Og víst er það, að ef þessi fyrirhugaða ríkis-útgáfa hefði verið sest á laggirnar á dögum Gests, þá hefðu forráðamenn hennar, efstu menn þess aldarháttar, sem hann réðst á, ekkert gefið út eftir hann fyr en hann var löngu dauður. Og hann hefði átt enn þá helmingi verri aðstöðu heldur en þó annars var. Það er lítil þörf að tala hér mikið um sögur G. P. Um þær hefir svo margt verið ritað og rætt. En ég er i þeim flokki, sem tekur þær fram yfir allan síðari alda söguskáldskap íslendinga. Það er ekki gott að skýra frá því, hvernig á því stendur, að einhver saga er góð. Það er oft eins og að rífa í sundur blóm til þess að sjá fegurð þess. Þeir víla það auðvitað ekki fyrir sér, þessir sprenglærðu Laxnessungar. Þeir tala um byggingu sög- unnar, grunn, hæðir, turn sögunnar o. s. frv. Þeir, sem geta kent hverjum manni til skálds á hálftíma, bygt alt »húsið«, jafnvel skapað mann — sálarlausan — í snarhasti. Ef ég reyni að gera mér grein fyrir því, hvernig á því stendur, að sögur Gests eru svo hrífandi, sem þær reynast mér, þá er það ástríðumagn skáldsins sjálfs, sem rennur eins og sjóðheitur straumur undir allri frásögn- inni og laugar hjarta lesandans. Mér þykja sögur G. P. bestar fyrir það, hversu óvenju-mikill sannleikur er í þeim fólginn. Mannlífinu er þar svo rétt lýst, samúðin með smælingjunum er svo innileg og djúp, hreinskilnin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.