Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 62
160 Frádráttur. IÐUNN selors), hefir gefisf svo vel, að í Los Angelos hefir þeim fjölgað úr þremur árið 1921—22 og eru nú 38. Arið 1924—25 fór fram ýtarleg skólarannsókn í þeirri borg. Homu þá í ljós áhrifin af þessari nýbreytni. Skól- arnir voru víðsvegar um borgina, og kom hvert atriði rannsóknanna fram í skýrslunni, svo að þar var hvorki um undandrátt né úrval að ræða. Rannsókninni var hagað þannig, að mælingar fóru fram tvisvar og liðu 7,2 mánuðir á milli. Auk vitprófs var prófað í þremur námsgreinum: lestri, stærðfræði og stafsetningu. Framförin, þar sem ráðunautarnir störfuðu, reyndist að vera 1,3 mán. að meðaltali á barn á þess- um 7,2 mánuðum fram yfir það, sem við hefði mátt búast að öðru jöfnu.1) Að hér varð meiri árangur en ella, virtist ekki geta stafað af öðru en því, að skóla- ráðunautarnir höfðu umskapað skólaástandið. Þessa auknu framför var auðvelt að reikna til pen- inga. Skólakostnaður við hvert barn var það ár til jafn- aðar í borginni 83,64 $. Af skólatímanum fóru til lestrar ll,70/o, til stærðfræði ll,70/o og til stafsetningar 5,0°/o. Skólaárið er tíu mánuðir. Er þá auðvelt að sjá til- kostnað á mánuði á hvert barn og hvers virði hinn aukni árangur var, og þá verður dæmið svona: Viröi aukins Aukinn árangur. Kostn. á mán. árangurs. Lestur........ 1,1 mán. 0,98 § 1,08 $ Stafsetning . . 2,3 — 0,42 $ = 0,97 $ Stærðfræði . . 0,4 — 0,98 $ == 0,39 $ Samtals 2,44 $ Meðalfjöldi nemenda í hverjum skóla var 335. Sé það 1) Hér er aðgætandi, að við síðara prófið var miðað við hærri kröfur.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.