Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 72
170
Frádráttur.
IÐUNN
barn komist út á glapstigu og orðið kennurum sínum
og bekkjarsystkinum til angurs og ama.
Það hefir verið trú sumra, að afburðagáfuð börn séu
oft veikbygð og vanheil líkamlega. Reynzla sálfræðinga
hefir nú sýnt, að þau eru eins hraust og sterkbygð yfir-
leitt og önnur börn. Það er því ekki aðeins hættulaust,
að láta þau fá starf við sift hæfi, heldur er þeim það
bráðnauðsynlegt. Auðvitað er hægt að ofþyngja þeim við
nám, eins og öðrum nemendum. Kennari þarf að gæta
alt eins mikillar varúðar við þau og önnur börn.
Hin sjálfsagðasta breyting á skólakerfinu er því sú,
að hætta að heimta það sama at öllum, hve ólíkir sem
þeir eru, og hætta að flokka aðallega eftir aldri.
Flokkun barna í skólum er eitthvert mikilsverðasta
atriði skólastarfsins. Engin flokkun getur orðið í góðu
lagi, nema mælingar vits og þekkingar séu viðhafðar.
Þær eru beztu áhöld, sem hugsast geta, til þess að
flokka eftir. Þær eru nú viðhafðar meira og minna í
öllum siðuðum löndum, og notkun þeirra fer hrað-
vaxandi.
Steingrímur Arason.