Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 84

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 84
182 Þjófurinn. IÐUNN Einn daginn leit Þorfinnur gamli járnsmiður inn til hans. Hann settist á stól við rúmið, tók upp pontu sína, sló á hana mjúklega og tók sér síðan í nefið. Síðan lagði hann hana á stólinn hjá sér, í þeim vændum að taka til hennar bráðlega. Gísla varð litið út undan sér á stólinn, við og við, meðan Þorfinnur ræddi við hann. Þarna lá pontan, speg- ilfáð, útskorin, silfurslegin. Oft hafði hann séð fagra gripi, en engan jafn eigulegan og þennan. Ekki þurfti nú annað en að seilast út undan sænginni. En maður- inn með geislabauginn? Orð hans voru eftirminnileg. Gísli leit til veggjar — forðaðist að líta á stólinn. Þorfinnur hóf máls á ýmsu; en Gísli var annars hugar, tók dræmt í umræðuefnin. Þá varð Þorfinni reikað út að glugganum, og stóð hann þar um stund. Pontan lá eftir á stólnum. Gísli leit við, horfði á pontuna eins og alt líf hans væri falið í henni. Vinstri hönd hans, sinaber og mögur, kom undan sænginni. En þá varð draumurinn alt í einu undarlega skýr og því líkt sem þurkaði pontuna út. Hann kipti að sér hendinni aftur. Þorfinnur stóð enn úti við gluggann og fór nokkrum orðum um nýja húsið, sem þeir væru að byggja niðri á grundinni, það yrði myndarlegasta bygging. Gísli tók ekki eftir þessu — var enn með allan hugann við grip- inn á stólnum og tók ekki augun af honum. Alt í einu kom höndin út undan sænginni og Iuktist um pontuna. Gripið var fast og örugt og fimlegt, og höndin hvarf eldfljótt með feng sinn undir sængina. Þorfinnur vék frá glugganum og settist á stólinn aftur, svipaðist að pontunni, en hana var hvergi að sjá. — Hún hefir hrokkið upp undir rúmið, sagði Gísli með barnslegu sakleysi f rómnum. Eg skal biðja hana

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.