Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 98

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 98
196 Ritsjá. IÐUNN Jón Sveinsson: Æfintýri úr Eyjum. Þýtt hefir Freysteinn <3unnarsson. Aö vísu er það maklegt og ofur-skiljanlegt, að öllum sögum ]óns Sveinssonar hefir verið hælt hér alveg hiklaust og athuga- semdalaust. Höf. er sem sé ekki hér á landi, hefir senniiega verið viðurkendur í útlöi.dum og síðast en ekki sízt, hann skrifar fyrir börn. Og af því að nú eru allir hér svo ósköp góðir og fínir og saklausir eins og börn, að þeir þola helst ekki annað en barna- sögur, þá eru þessar sögur afar heppilegar. Hér er ekkert að ótt- ast, engin dirfska, ekkert frumlegt, engin átök, ekkert hugarflug. Þessi bók er og ágætlega skrifuð fytir börn, enda mun hún veita mörgum drengjum fyrstu lestrarfýsnina. Æfintýralegur fjarlægðar- blámi hvílir yfir allri frásögninni og andi góðlynds gamalmennis, sem er að hvísla um litla góða drenginn, sjálfan sig, þægir les- andanum. Það verða sjálfsagt svona sögur, sem ríkisútgáfan tilvon- andi gefur út, það er að segja ef höf. yrði í náðinni hjá bók- menta-keisaranum. Málið á þessari bók er létt og lipurt, tilgerðarlaust. En ekki kann ég við þessar setningar á bls. 126: „Þar sem drengurinn hafði ekki viljað þiggja neitt af okkur, þorðum við ekki . . .“ Og á bls. 128: „Mér finst þefta fólk vera eitthvað til að horfa á . . .“ Þýð. hefir sýnt, að hann getur svo mikið og hefir svo mikið traust, að sennilegt er að einhverjir vitni í hann og taki hann til fyrirmyndar. Því fylgir ábyrgð. S. J. Kaupendur Iðunnar, fjær og nær, eru vinsamleg- asf beðnir að láta ekki dragast lengi að greiða áskrift- argjöld sín. Gjalddagi er 15. júlí ár hvert. — Með næsta (3.) hefti verða póstkröfur sendar þeim einstökum kaup- endum utan Rvíkur, sem ekki hafa greitt fyrir þann tíma. Er þess vænst, að þeir innleysi póstkröfurnar án tafar. — Utsölumenn þeir, sem enn ekki hafa sent skila- grein fyrir síðasta ár (1927), eru beðnir að gera það sem allra fyrst.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.