Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 17
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
15
BISKUP ÍSLANDS,
HERRA PÉTUR SIGURGEIRSSON
SJÓMANNSLÍF I HERRANS HENDI
s
Islendingar eru ööru fremur
fiskimannaþjóð. Ber þar
hvorttveggja til, að „föður-
land vort hálft er hafið“, og mikil
fiskimið eru skammt undan
ströndum landins. Pað á engu að
síður við um okkur en hina fornu
Rómverja, er sögðu: Navigare
necesse est, — það er nauðsyn-
legt að sigla. Yfir sjóinn þurfti
lengst af að sigla til þess að kom-
ast í samband við önnur lönd, og í
hafið sækjum við björgina „þjóð-
inni auð og barninu brauð.“
Sjómannsstaðan er örðug og
áhættusöm. Hún útheimtir elju
og krafta, andlegt þrek og áræði.
Hafið er „helgað þúsund feðra
dáð“. Dugur og hetjudáðir ís-
lenskra sjómanna er ekki bara há-
tíðlegt orðtak á tyllidögum, held-
ur sannmæli í daglegri lífsbaráttu.
I hálfa öld hefur kirkjan átt að-
ild að hinum „nýja“ Sjómanna-
degi. Messur eru fluttar í tilefni
dagsins um allt land. Við þessi
þáttaskil í sögu Sjómannadagsins
er ánægjulegt að minnast góðrar
og blessunarríkrar samvinnu
kirkjunnar og forráðamanna Sjó-
mannadagsins.
Kirkjan lætur sér annt um hag
og heill sjómannsins. Á öldum
áður en þessi Sjómannadagur
kom til sögunnar hafði kirkjan og
hefur enn „gamla“ sjómannadag-
inn. Sá dagur er 4. sunnudag eftir
þrettándann, þegar þess er
minnst, að Kristur lægði öldurnar
á Galileuvatni. Brautryðjandinn í
baráttunni gegn sjóslysum hér við
strendur var presturinn í Grinda-
vík á árunum fyrir aldamót, séra
Oddur V. Gíslason. Hann var
sjómaður mikill og hafði verið
formaður á opnum bátum. Hann
barðist fyrir bættum aðbúnaði
sjómanna og öryggi. Hann stofn-
aði bjargráðanefndir í verstöðv-
um landsins og gaf út tímarit á
eigin kostnað til að vekja sjó-
menn og almenning til dáða í
slysavarnamálum.
„Pað eru engir íslendingar eins
trúaðir og sjómenn,“ sagði eitt
sinn reyndur sjómaður við mig.
Margoft hef ég fundið sannleiks-
gildi þessara orða. Pað reynir á
sjómanninn, þegar skip hans
fleygist af háum ölduhryggjum
niður í geigvæna öldudali. Veikar
fjalir titra fyrir ofurefli úthafsins.
Sjómaðurinn verður ávallt að
vera viðbúinn hættum á hafi úti.
Trúin styrkir, vekur von og þrek á
hættustund.
Á styttu sjómannsins á torginu
á Akranesi standa þessi orð:
„Sjómannslíf í herrans hendi,
helgast fósturjörð.“ Sjómenn
mega treysta því, að forsjón Guðs
vakir yfir þeim.
Út á hafí Alvalds nafni
ei skal hugur veill.
Guð í hjarta Guð í stafni
gefur fararheill.