Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 156

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 156
154 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Friðbjörn Aðalsteinsson við loftskeytatækin á Reykjavíkurradíói. lendsson húsameistari teiknaði stöðvarhúsið, Sigurður Halldórsson trésmíðameistari sá um byggingar- framkvæmdir. Ríkisstjórnin fól Jóni Þorlákssyni verkfræðingi að hafa yfirumsjón með verkinu. Innan árs var húsið risið. Þá voru einnig reist tvö loftnetsmöstur, hæð þeirra var 77,1 metri og þóttu merki- leg mannvirki. Friðbjörn sagði eitt sinn frá því „Ég mætti manni á gangi, og hann spurði hvernig þetta verk hefði verið unnið. — Það var byrjað á toppinum sagði ég. Maðurinn, sem spurði, hélt að ég væri að gera gys að sér. En svo var ekki. Þetta var rétt, því fyrst var reistur toppurinn á jörðu niðri, hon- um lyft og næsti hólkur reistur þar undir, og þannig óx mastrið upp í loftið koll af kolli.“ Þess ber og að geta að ekki gekk greiðlega að fá allar vélar og efni til stöðvarinnar, þó að öll tilskilin leyfi hefðu fengist, kafbátahernaðurinn sá fyrir því. Sökkt var tveimur skip- um, sem voru með efni til stöðvar- innar. En þetta bjargaðist allt. Verkfræðingur Marconifélagsins, Mr. J. J. Leary, kom hingað í ágúst 1917. Var þá búið að reisa og staga bæði möstrin og húsið komið það langt á veg að hægt var að byrja að ganga frá vélum og öðrum loft- skeytatækjum. Mr. Leary líkaði mjög vel frágang- ur mastranna. Fjarlægðin á milli þeirra var 200 m og á milli þeirra strengdir 4 bronsþræðir, og miðja vegu milli mastranna 4 þræðir úr að- alþráðunum niður í stöðvarhúsið. Auk þess 2 þræðir frá syðra mastrinu inn í húsið, 15 ha. olíumótor var not- aður sem aðal orkugjafi, ástengdur við 7,5 Kw.110/160 volta rakstraums- rafal. Olíumótorinn var notaður fram á haustið 1921. Þegar Raf- magnsveita Reykjavíkur tók til starfa var hætt við mótorinn, en í hans stað var keyptur 220 volta þriggja fasa riðstraumshreyfill. Sendirinn var 5 Kw. neistastöð, og gat sent á bylgjulengdunum 600, 900 og 1800 m, sú síðast talda var aðal vinnubylgjan. Viðtækin voru tvö kristalsviðtæki og var annað þeirra með viðtengdum lampamagnara. Þann 1. febrúar 1917 var Friðbjörn Aðalsteinsson skipaður forstjóri loftskeytastöðvarinnar. Þann 8. maí 1918 var stöðin form- lega afhent ríkistjórninni með öllum tækjabúnaði úti og inni. Ríkissa- tækjabúnaði úti og inni. Ríkisstjórn- in tilnefndi svo þá Vilhjálm Finsen loftskeytafræðing og ritstjóra, Guð- mund Hlíðdal símaverkfræðing, og að sjálfsögðu Friðbjörn Aðalsteins- son forstjóra loftskeytastöðvarinnar, til að taka við stöðinni. ann 17. júní 1918 var loft- skeytastöðin, Reykjavík Radíó, opnuð til almenn- ingsnota. Með opnun loftskeytastöðvarinn- ar rættist gamall og langþráður draumur margra Islendinga. Þessi stórviðburður markaði tímamót í sögu landsins, síðast en ekki síst í sögu íslenskra siglingamála. Með tilkomu stöðvarinnar var rof- in sú öræfaþögn, sem ríkt hafði frá upphafi vega yfir hafinu umhverfis landið okkar, — baráttusvæði ís- lenskrar sjómannastéttar. Því munu sjómennirnir öðrum fremur minnast þessa viðburðar með þakklátum hug. Stöðin hefur allt frá fyrsta degi reynst þeim ómetanlegur öryggishlekkur og bjargvættur í bar- áttu við óblíð náttúruöfl, á hafsvæð- inu kringum landið. Þó svo að loftskeytastöðin í Reykjavík hafi í upphafi verið hugs- uð sem varaskeifa fyrir sæsímann, átti skipaþjónustan eftir að verða hennar aðalhlutverk. Auðvitað ann- aðist stöðin skeytasendingar í sæ- símaslitum þegar þess þurfti og leysti það vel af hendi. Fyrst í stað var stöðin aðeins opin hluta úr sólarhringnum, enda var Friðbjörn þá eini starfsmaður henn- ar. Þegar kom að því að opna stöðina hafði íslandi ekki verið úthlutað kall- merki. Danir höfðu O, var það feng- ið að láni hjá þeim, og hét þá Reykja- víkurstöðin OXR á loftskeytamáli. Næsta ár fékk ísland úthlutað TF og hefur stöðin síðan heitið TFA. Meðan stríðið stóð var ekki hægt að nota TFA við útlönd, því hér var ekkert skeytaeftirlit, skeytaskoðun fór öll fram í Englandi, og héðan mátti ekki senda óskoðað skeyti til útlanda „Fengum ekki heldur stöð til þess að vinna með okkur meðan þannig stóð á. Haustið 1918 var sæ- síminn slitinn alllengi, en við jafn sambandslausir hér á meðan, þó að loftskeytastöðin væri komin upp,“ sagði Friðbjörn síðar. Aðal verkefni stöðvarinnar var því í fyrstu að taka á móti fréttaskeytum frá útlöndum og hafa samband við hin fáu skip við Islandsstrendur, sem búin voru loftskeytastöðvum, t.d. Gullfoss og nokkra franska togara, sem hér voru að veiðum, og eftir- litsskipið, sem þeim fylgdi. Dönsku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.