Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 224
222
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ÞAÐ ER MÍN GÆFA í LÍFINU AÐ HAFA ALLTAF
VERIÐ í GÓÐUM FÉLAGSSKAP
HANNES Þ. HAFSTEIN SEGIR FRÁ
Sýslumannsfjölskyldan í garðinum heima á Húsavík á silfurbrúðkaupsdegi sýslu-
mannshjónanna, 12. júlí 1937. Aftari röð: Þóra, Jóhann og Jón; fremri röð: Hannes,
sýslumannshjónin, Ragnheiður, Þórunn, Soffía og Jakob.
Eigum við ekki að skreppa
norður yfir jökla og byrja
frásögnina í lítilli vík við
Skjálfanda? spyr Hannes og kveikir
sér í pípu.
Húsavík er honum mjög hjartfólg-
in — og áður en ég veit af leika á
vörum hans átthagaljóð um heima-
byggðina. Fyrst þessi staka Bjargar
Pétursdóttur.
Hér er friðsœlt föðurland,
flestir önnum kafnir,
hér þarf hvorki hjálm né brand,
hér eru allir jafnir.
Og síðan þessar vísur Egils Jónas-
sonar:
Hér er fögur fjallasýn,
fangar augað dásemd slík,
þegar sól úr suðri skín,
svíkur engan Húsavík.
Fjall og Höbbði halda vörð,
höfnin örugg, kostarík,
gjöfull flói, gróin jörð,
greiðug öllum Húsavík.
„Þegar ég hef þetta núna yfir fyrir
þér, þá finnst mér eins og þetta séu
sannar lýsingar á þessari litlu vík og
þessum fagra stað," segir Hannes:
„Mannlíf var gott á Húsavík í þenn-
an tíma."
Hannes Þ. Hafstein er fæddur 29.
nóvember 1925, yngstur átta barna
hjónanna Þórunnar Jónsdóttur
fræðslumálastjóra Þórarinssonar og
Júlíusar Havsteens sýslumanns og
bæjarfógeta.
„Það var mjög gestkvæmt á heim-
ilinu okkar á Húsavík, frænda- og
vinahópurinn stór, — og á sumrin
kom fjöldi gesta til að skoða hinar
fögru byggðir sýslunnar, þessa perlu
norðursins sem ég vil kalla að Mý-
vatnssveitin sé og önnur náttúruund-
ur Þingeyjarsýslu, Goðafoss, Detti-
foss, Ásbyrgi o.s.frv. Það var því oft
fjölmennt og mikið fjör í sýslu-
mannshúsinu.
Þarna ólst maður upp hjá dásam-
legum foreldrum og góðum systkin-
um, svo ekki sé minnst á alla þá góðu
vini sem maður eignaðist á uppvaxt-
arárunum. Við hinir yngri ærslabelg-
ir lékum okkur oft í svokallaðri
sýslumannslaut í garðinum heima. í
fótbolta var kjallarahurðin markið
okkar, en það var æði oft sem bolt-
inn skall í kontórglugga sýslumanns
og lenti jafnvel inn á gólfi í sýslu-
mannsskrifstofunni. Og stundum
þegar pabbi ætlaði að færa hitastig
dagsins í dagbók sína reyndist hita-
mælirinn á gluggapóstinum brotinn.
En öllu þessu var tekið með jafnað-
argeði, það var aldrei hastað á okkur
og við vorum aldrei rekin burtu. Við
lékum okkur líka mikið úti í
Höbbða; þar mátti segja að væri
athvarf æskunnar á Húsavík við úti-
líf og íþróttaiðkanir.
Faðir minn hefur orðið hálfgerð
þjóðsagnapersóna og af honum
sagðar margar sögur — bæði sannar
og lognar, eins og gengur.
Hann tengdist náttúrlega sögu
Húsavíkur ákaflega mikið á sínum
langa embættisferli, allt frá því hann
kom þangað sem ungur sýslumaður
upp úr 1920. Þá var þar grasserandi
taugaveiki og hans fyrsta verk var að
beita sér fyrir vatnsveitu á staðnum.
Höfnin og margt fleira úr sögu þessa
byggðalags er að miklu leyti verk
föður míns. Hann beitti sér fyrir
stofnun slysavarnadeildar í bænum,
sat á mörgum þingum Slysavarnafé-
lagsins og var lengi fulltrúi Norð-
lendinga í stjórn félagsins. Þá má
geta hér hans eldheita áhuga á land-
helgismálum, en hann mun hafa
verið einn fyrstur manna sem tók að
berjast með oddi og egg fyrir út-