Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 132

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 132
130 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ÁSGEIR JAKOBSSON ÞAU HLÓÐU MINNISVARÐA ÚR SORG SINNI Eftirfarandi er kafli úr bók Ásgeirs „Hinn sœli morgunn“ (1981) sem segir frá lifi manna viö Fjörðinn öllummeiri á Gjalllandi, en þar „voru menn greindir af mikilli soðningu og notuðu greind sína til verka, en í mörgum stöðum á Gjalllandi var það sveitlcegt að greindir menn kjöptuðu sig til örbirgðar eða legðust í skáldskaparrutlFjörður- inn öllummeiri gengur inn í skagann Þríströndung, en ,,hvergi á Gjalllandi var jafnsnemma hrundið af sér oki sauðkindarinnar og á Þríströndungi, “ eins og segir í bók- inni. „Björn" er útvegsbóndi á Kroppi i Ambáttarvík og „Margrét “ er kona hans... að var dag nokkurn snemma sumars en komið undir slátt og Björn og menn hans hættir róðrum en unnu við garðhleðslu skammt frá bænum, að drengurinn fékk leyfi til að fara framá víkina á skektu, sem faðir hans átti og hrinti stundum fram, ef hann sá sel eða fór í hrognkelsanet og stundum að skjóta fugl. Drengurinn hafði, frá því hann gat borið sig um vanizt bátum. Oft fengið að fara í róður, ef veður var gott og stutt róið. Skektuna hafði hann oft fengið, ef hann lang- aði að dorga fyrir bútung frammi á víkinni í logni, en ekki mátti hann fara lengra en svo, að það sæist til hans og hann væri í kallfæri. Það var liðið á daginn, þegar Margrét kom útá hlað að veifa drengnum að koma til lands, bæði var mál fyrir hann að hætta, og hún þurfti að senda hann erinda á næsta bæ. Það var enn stafalogn og sléttur sjór á víkinni, en vottaði fyrir kviku við nesin sín hvorumegin víkur- innar en í vörinni hefði mátt lenda kúskel. Margrét stanzaði úti á hlaðinu og fylgdist með syni sínum, þegar hann tók til áranna og reri af stað til lands. Strákurinn reri með bakföllum vitandi að mamma horfði á garpinn. Austanvert við lendinguna í vörinni var hlein, sem grunnt var á og vætt eftir henni á háíjöru fram að klöpp fremst á hleininni eins og tíu faðma frá íjöruborði. Þessi klöpp var ávöl og líkust höfuðbeini af fugli í laginu og af því kölluð Krummi. Um hálffallinn sjó var hleinin sjálf í kafi, en það örlaði alltaf á Krumma, nema í blankalogni og stærsta straumi. Það þótti engin hætta stafa af Krumma, hann leyndi svo lítið á sér, braut strax á hon- um, ef einhver ylgja var við landið, og hann var ekki beint fram af lendingunni. Gamlir menn mundu þó eftir slysi á Krumma. Menn utan af Nesi, líklega ókunnugir í Kroppsvör, höfðu ætlað að hleypa þangað undan suð- austan veðri en þá var oft illlendandi úti á Nesinu. Þeir reru á Krumma og fórust allir. Drengurinn hafði verið grunnt utanvert í víkinni að veiða þaraþyrskling. Hann uggði ekki að sér í róðrar- kappinu, og heyrði of seint aðvörunarköll móður sinnar, nema hann reri beint á Krumma. Það var svo sem ekki mikil hætta á ferðum í logninu en Margrét kallaði þó á bónda sinn og tók sjálf á sprett niður í vörina. Hún sá glöggt alla atburði á hlaupunum. Drengurinn þreif strax ári, sem hann fór með framí stafn til að stjaka sér til baka ofan af klöppinni, en árin hafði ekki nógu góða festu, þegar hann lagðist á hana til að stjaka og hún skrapp undan honum og hann stakkst framaf stefninu. Margrét sá honum skjóta strax upp við klöppina og ná í þaraþöngul og hélt sér uppúr rétt við stafninn á skektunni. Þó ekki lóaði við stein í vörinni lóaði aðeins á Krumma eða nóg til þess að Iyfta undir tóma skektuna og færa hana lengra uppá klöppina. Hún hjó kjalhnís- unni í höfuð drengsins, sem hékk á þaraþönglinum með höfuðið við stefnið. Margrét sá hann hverfa rétt sem hún kom niður í flæðarmálið. Hún óð í ofboði frameftir hleininni. Það var hálffallinn sjór og djúpt á og hún komin uppundir hendur í þann veginn að missa fótfest- una, þegar eitthvað kom í fangið á henni undir sjólokun- um. Það var drengurinn hennar. Hún gat fiskað hann upp en þegar andlit hans kom uppúr sjó, rak Margrét upp skerandi hljóð í eina skiptið á ævinni. Það sá inní heila og höfuðleðrið hafði fletzt af framanverðu höfðinu. Bjöm kom að í þessari andrá og tók drenginn af konu sinni og öslaði með hann í land en sótti síðan konuna, því að hún stóð enn í sömu sporum uppundir hendur í sjó. Hún fylgdi honum mótþróalaust, þegar hann tók í hönd hennar og leiddi hana til lands. Það þurfti ekki um að binda sár drengsins, hann var dáinn og yrði ekki vak- inn til lífsins. Þar sem hann hafði dauðrotast en ekki drukknað var loft í lungunum og hann því ekki stein- sokkið strax við klöppina. Bjöm tók drenginn upp til að bera hann til bæjar, en Margrét stóð kyrr í fjörunni. Bjöm kallaði til hennar að fylgja sér, en það var ekki fyrr en hann hvessti sig, að hún gekk af stað. Þegar þau fóru að starfa að líkinu, gerði Margrét allt eins og hann sagði fyrir, en hann varð jafnan að brýna röddina, ef hún átti að hafast að. Þegar Bjöm hafði lagt drenginn til á fjalir í svefnhúsi þeirra hjóna, skipaði hann konu sinni að fara úr bleytunni og í þurr föt og síðan að sækja sér hreint lín og vatn til að þvo lík- inu. Hún hlýddi en því var líkast hún gengi í svefni. Hún stóð sem steingerð við líkfjalimar, þegar Bjöm hafði lok- ið við að búa um líkið. Það var ekki blóðdropa að sjá í andliti hennarné líf í augunum. Bjöm hafði oft komizt í hann krappann á sjó svo harð- sækinn sem hann var, en það sagði hann einum sona sinna, þá orðinn gamall maður, að það hefði hann verið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220
Qupperneq 221
Qupperneq 222
Qupperneq 223
Qupperneq 224
Qupperneq 225
Qupperneq 226
Qupperneq 227
Qupperneq 228
Qupperneq 229
Qupperneq 230
Qupperneq 231
Qupperneq 232
Qupperneq 233
Qupperneq 234
Qupperneq 235
Qupperneq 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.