Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 172
170
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
varðskipanna er engan veginn full-
nægjandi, ef þau eiga að sinna gæslu
á öllu þessu hafsvæði og vera jafn-
framt tiltæk til aðstoðar og björgun-
ar. Á síðastliðnu ári gátum við ekki
sinnt um þrjátíu aðstoðarbeiðnum
frá íslenskum skipum, sem þurftu að
fá losað úr skrúfu, láta draga sig til
hafnar, eða einhverja aðra aðstoð,
vegna þess að það varðskip sem var
úti var of fjarri vettvangi, kannski
hinum megin við landið. Þetta er af-
leitt því okkar hlutverk er ekki hvað
síst að þjóna fiskiflotanum sem best.
Varðskipsmenn fylgjast með öll-
um erlendum skipum sem veitt er
leyfi til fiskveiða innan landhelgi, en
þau eru færeysk, norsk og belgísk.
Þeim ber að tilkynna okkur daglega
hvað þau afla mikið innan landhelg-
innar og öðru hverju fara varðskips-
menn um borð til að ganga úr skugga
um að frómt sé frá sagt. Þeir aðstoða
líka sjávarútvegsráðuneytið við að
mæla stærð fisks í íslenskum skipum,
fylgjast með smáfiskaveiði og hvort
menn séu með of litla möskva eða
klæðipoka o.s.frv. Þá annast þeir
vitaþjónustu, skipta um gashylki í
skerjavitum og flytja vistir og annað
til þeirra vitavarða sem örðugt er að
komast til á vetrum, svo sem á Horn-
bjargi og Galtavita. Þannig mætti
lengi telja til að sýna að varðskipin
hafa í ýmsu að snúast, en aðalverk-
efni þeirra er sem fyrr gæslu- og
björgunarstörf.
Samkvæmt sáttmála alþjóða
siglingamálastofnunarinnar
er gert ráð fyrir því að íslend-
ingar annist leitar- og björgunarstörf
á hafinu umhverfis Island — á svæði
sambærilegu við okkar flugstjórnar-
svæði, þar sem íslenska flugmála-
stjórnin annast björgun loftfara.
Enda þótt þessi sáttmáli hafi ekki
enn verið undirritaður af íslands
hálfu, höfum við starfað að verulegu
leyti í anda hans og í ársbyrjun 1987
hófum við varðstöðu allan sólar-
hringinn í stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar svo að ekki verði nein töf
á því að skip okkar eða loftför verði
kölluð út, þegar aðstoðar er þörf.
Við höfum unnið náið með ís-
lensku flugmálastjórninni og erlend-
um aðilum að æfingum á hafinu. Við
höfum t.d. haldið samæfingar með
dönskum eftirlitsskipum í Norður-
Atlantshafi og í bígerð er samningur
við dönsku flotastjórnina í Græn-
landi og í Færeyjum um aukna sam-
vinnu. Danirnir eru boðnir og búnir
að vinna með okkur, skip þeirra eru
tíðum við austur Grænland og einnig
á hafinu milli íslands og Færeyja, og
eru þau til reiðu ef á þarf að halda.
Þá er haldin einu sinni á ári björg-
unaræfing sem kölluð er Bright-Eye
og er skipulögð af yfirstjórn Átlants-
hafsbandalagins á norðurhveli, sem
staðsett er í Osló. Þátttakendur eru