Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 30
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Þessir staksteinar, sem ég hef týnt saman úr fram- kvæmdasögu samtakanna eru aðeins til að gefa vísbend- ingu um að þessi samtök eiga sér mikla sögu — þar eru margar steinvölur milli stóru steinanna. Dvalarheimili Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafn- arfirði hafa verið rekin eins og þau voru hugsuð, sem mannúðar- og líknarstofnanir. Starfsfólk hefur jafnan verið reynt að velja þannig, að það væri sem mest með sama hugarfari, enda er það svo, að ég minnist ekki eins einasta dæmis um að hafa heyrt eða fengið kvörtun um kuldalegt tilsvar starfsfólks við gamla fólkið og hefur þó margur ágreiningur verið á þessum stóru heimilum, sem þurft hefur að leysa, og þolinmæði starfsfólks verið mjög reynd. Ég nefndi hér fyrr, að happdrættið hefði mest staðið undir uppbyggingunni, en happdrættisleyfið var fengið fyrir velvilja stjórnvalda og happdrættið síðan borið uppi fyrst og fremst af velvilja almennings. Það væri að mis- nota þennan velvilja þjóðarinnar, ef ekki væri reynt að gæta fyllstu hagsýni í rekstri og jafnframt að nota alla möguleika sem gefast til að afla tekna og létta undir með rekstri og framhaldi uppbyggingar. Áður er getið þeirra miklu breytinga sem urðu á ósk- um og þörfum í málefnum aldraðra á næstliðnum ára- tug, en þessum breytingum hefur oft fylgt mikill kostn- aður. Þeim fer fjölgandi hlutfallslega með þjóðinni sem ná mjög háum aldri, meðalaldur nú á Hrafnistuheimil- unum er 82 ár en var 72 ár fyrstu árin eða á sjötta áratugnum og framá þann sjöunda. Af þessum háa aldri leiðir að heimilisfólkið er miklu almennt lasnara en áður var og þarfnast meiri umönnunar og hjúkrunar. Þessu fylgir mjög aukinn kostnaður í fólkshaldi, þá eru kröfur um sérmenntað fólk í flest störfin, og hjúkrunardeildir með dýrum búnaði og tækjum. En í þessu efni er ekki annað að gera fyrir þá, sem við öldrunarmál vinna en reyna að standa sig og mæta þörfum gamla fólksins. Það á það inni hjá þjóðfélaginu. Og ekki megum við horfa til baka og miða við það sem áður var, heldur vera jafnan aðeins á undan og horfa fram á veginn. Sjómannadagurinn er aðili að stofnun Öldrunarráðs íslands, en innan þess ráðs varð að veruleika enn einn draumurinn um fullkomið hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða og í því skyni lét Sjómannadagurinn í té hluta af dýrmætri lóð Hrafnistu í Reykjavík. Þar er nú risið umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól, sem notar þvottahús og eldhúsaðstöðu á Hrafnistu og er tengt Hrafnistuhúsunum neðanjarðar. Þá á Hrafnista einnig nokkurt innhlaup fyrir sitt fólk í Skjóli. Ekki erum við heldur hættir nýbyggingum upp á eigin spýtur. Um þessar mundir er, sem fyrr segir, verið að bjóða út smíði 28 raðhúsa við Naustahlein í Garðabæ í nágrenni við áður reist hús við Boðahlein. Þetta verða svonefndar „verndaðar þjónustuíbúðir.“ Og þá höfum við ýmislegt í huga í framkvæmdum við Hrafnistu í Reykjavík, erum að leita samþykkis fyrir smíði 30—40 verndaðra þjónustu íbúða á vesturlóðinni og einnig er í bígerð bygging endurhæfingaraðstöðu, sundlaugar og nuddpotta við austurenda Hrafnistu, þar sem yrði inn- angengt úr Skjóli jafnt og Hrafnistu. Þessi aðstaða ætti einnig að nýtast öldruðu fólki almennt í Laugarásnum en þar búa margir aldraðir í eigin íbúðum og íbúðum á vegum Reykjavíkurborgar. * Ég hef ekki nefnt hér nöfn manna, sem við sögu koma, nema Sigurjóns Á. Olafssonar, og okkar for- mannanna, sem einskonar punkta í sögunni. Það vita allir að verk þessara samtaka eru ekki verk einhverra fárra manna. En eins og ég sagði í upphafi sakna ég margra og marga á ég enn góða vini og samstarfsmenn, sem væri skylt að nefna. En það hefði orðið langur sá listi á aldarfjórðungstíma mínum í samtökunum, og vísast um það til sögu samtakanna, sem kemur út í þennan mund. Einn vil ég þó nefna hér í ágripi mínu á afmælisdaginn, og það er Guðmundur H. Oddsson; við vorum svo lengi saman í stjórn og stóðum ævinlega saman í baráttunni, þegar það gilti að standa saman. * Það er að sjálfsögðu margs að minnast hjá mér sjálfum eftir 26 ára formennsku í stjórn Fulltrúaráðsins. Mál það, sem mér þykir kannski vænst um, er að það var fyrir forystu okkar samtaka, að Alþingi samþykkti að helga árið 1982 málefnum aldraðra. Ymis framkvæmdaatriði eru mér að sjálfsögðu minnistæð, eins og til dæmis tíma- setning okkar í byrjunar- og loka framkvæmdum að Hrafnistu í Hafnarfirði. Ef ég væri hinsvegar spurður, hver væri mesti árangur sem Sjómannadagssamtökin hefðu náð í minni stjórnartíð, mundi ég svara að það hafi verið endurreisnin eftir ófriðinn á árunum 1960-64. Þessi ár voru hinn mesti reynslutími samtakanna á 50 ára ferli þeirra. Ég var til þess að gera nýkominn á þing, þegar menn ræddu þar sín á milli í fullri alvöru um að taka af eða skerða fjárráð samtakanna vegna ófriðar innan þeirra og ófriðar um þau. Mér var því manna ljósast, hversu mál- um var illa komið, og í þennan mund tók ég sæti í Sjómannadagsráði, sem fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur. Það var almennur vilji í ráðinu til að breyta gangi mála og koma á friði og einingu á ný, einkum voru gömlu fulltrúarnir sumir, sem áttu mikið hugsjónastarf að baki í samtökunum, ákafir í að koma á friði, og auka reisn samtakanna með almenningi á ný. Friður hafði ríkt í tvo áratugi undir stjórn hins mikilhæfa stofnanda sam- takanna og öruggs foryztumanns, og menn voru ráðvillt- ir, þegar allt í einu var hver höndin uppi á móti annarri í þessum fyrr einhuga samtökum. Það var kominn alvarlegur klofningur í samtökin, þegar formaður, sem verið hafði sjálfkjörinn í 23 ár féll með eins atkvæðis mun 1961. Ekki fékkst friður í samtökunum með formannsskipt- unum og undir misklíðina kynntu áfram deilur um for- stjóra Hrafnistu. Formaðurinn sem kosinn var 1961, Einar Thorodd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.