Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 90
88
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
HEF ÞÁ TRÚ AÐ HAPPDRÆTTIÐ YERÐI LENGI
ENN AKKERI SJÓMANNADAGSRÁÐS
RÆTT VIÐ BALDVIN JÓNSSON
Baldvin, Kristín Jónsdóttir gjaldkeri
og Auðunn Hermannsson, seldu
fyrstu miðana úr söluskúr á Hrafn-
istu-lóðinni við fádæma góðar við-
tökur. Jafnframt hófst sala miða út
um allt land í um 100 umboðum, sem
Baldvin hafði stofnað til.
Baldvin Jónsson er Reykvíkingur,
fæddur 1922 sonur Sigurlaugar Þor-
kelsdóttur og Einars Jónssonar frá
Kaldárhöfða í Grímsneshreppi, en
eins árs gamall var hann ættleiddur
af Gunnhildi Þorvaldsdóttur frá
Skaftholti í Gnúpverjahreppi og
Jóni Einari Gíslasyni múrara frá
Litla-Bæ á Bráðræðisholti í Reykja-
vík. Til ættleiðinga þurfti þá kon-
ungsbréf undirritað af Kristjáni X.
og heldur Baldvin mikið upp á það
plagg. Hann ólst upp með foreldrum
sínum, þeim Gunnhildi og Jóni, í
litlu húsi við Þórsgötuna, gekk sinn
venjulega skólaveg og lauk prófi frá
Verslunarskóla íslands 1940. Um
tvítugt veiktist hann af berklum og
dvaldi næstu árin á Vífilsstöðum og
Reykjalundi. Hann fór fljótlega að
starfa inan SÍBS og þegar vöruhapp-
drætti SÍBS var stofnað í árslok 1949
var Baldvin ráðinn skrifstofustjóri
Happdrætti aldraðra sjó-
manna var stofnsett með
lögum frá Alþingi 1954 —
og fyrsti starfsmaður þess var ráðinn
Baldvin Jónsson, sem enn veitir
fyrirtækinu forstöðu. Baldvin hóf
störf í maímánuði og varð að hafa
hraðann á, því fyrsti útdráttur fór
fram 3. júlí. Sala til happdrættisins
hófst á Sjómannadaginn þetta ár —
eða samdægurs og forseti Islands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, lagði horn-
stein að Hrafnistu í Laugarási. Ný-
ráðnir starfsmenn happdrættisins.
þess. Rúmum tveimur árum síðar
veiktist hann aftur og varð að leggj-
ast inn á Vífilsstaði að nýju og síðan
á Reykjalund. Baldvin sat í stjórn
Reykjalunds í 16 ár sem ritari. Og á
Reykjalundi kynntist hann Bjarna
Bjarnasyni, sem þá var verkstjóri á
járnsmíðaverkstæðinu þar, en var
jafnframt fulltrúi Mótorvélstjórafé-
lagsins í Sjómannadagsráði og sat í
byggingarnefnd Hrafnistu — Dval-
arheimilis aldraðra sjómanna. Þegar
Baldvin útskrifaðist af Reykjalundi
réð stjórn Sjómannadagsráðs hann,
fyrir tilstuðlan Bjarna, til að koma á
laggirnar happdrætti sem Sjómanna-
dagurinn hugðist stofna til fjáröflun-
ar fyrir byggingu Hrafnistu.
„Það var Auðunn Hermannsson
sem fyrstur varpaði fram hugmynd-
inni um happdrætti DAS,“ segir
Baldvin, „og fyrstu ellefu árin vor-
um við saman framkvæmdastjórar
happdrættisins, Auðunn fyrst í
hlutastarfi. Síðar varð hann forstjóri
Laugarásbíós og svo Hrafnistu um
nokkurra ára skeið. Hann var
yndælismaður í samstafi og síbjart-
sýnn.
Þegar ég tókst þetta verkefni á
hendur, gerði ég mér ljósa grein fyrir
því að okkur myndi reynast örðugt
að hasla okkur völl, þar sem fyrir
voru tvö öflug happdrætti í okkar
litla landi, happdrætti Háskóla ís-
lands og SIBS. En fyrir tilstuðlan
eins manns var happdrætti DAS
skapaður sá grundvöllur sem nægði
til að standa undir byggingu fyrsta
áfanga Hrafnistu og Laugarásbíós.
Þessi maður var Olafur Thors, þá-
verandi forsætis- og atvinnumála-
ráðherra. Hann beitti sér fyrir því að
Baidvin við tromluna sem happdrættið
notaði til að draga út vinninga áður en
tölvuvæðingin hófst á miðjum áttunda
áratugnum.
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson