Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 134

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 134
132 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ að bera. Björn rak ótæpilega á eftir Margréti og hún hamaðist eins og hann skipaði henni og loks var það, að hann sá roða taka að færast í kinnar henni og eitt sinn, þegar hann kom til að sækja með henni börumar, fleygði hún sér í fangið á honum og brast í ofsalegan grát. Björn bar hana aö barði og settist þar með hana í fanginu. Grát- urinn var lengi ákafur og hún skalf eins og hrísla í fang- inu á honum, en þar kom að henni hægðist gráturinn og skjálftinn. Björn þurrkaði framan úr henni tárin og sá að það var komið skyn í augun. — Nú höldum við áfram að hlaða, Margrét mín, minningarvörðuna um drenginn okkar, sagði hann. Og þau fóru aftur að verki. Þó Margrét væri þrekmikil kona gekk þessi erfiða grjótvinna nærri henni, enda óvön slíkum verkum og um óttubil var hún orðin svo örmagna að hún hnaut í spori og loftaði ekki nema litlu einu í börunum. Þá leiddi Bjöm hana heim. Þegar Bjöm lagði af stað niður á holtið með konu sína hafði hann kallað á Toppu gömlu og beðið hana að sinna Hervöru litlu og hún svaf nú vært í litlu rúmi sínu sem stóð við hjónarúmið. Það var svo af Margréti dregið að bóndi hennar varð að hjálpa henni að hátta, og þegar hún var háttuð, tók Bjöm Hervöru litlu og lagði hana í fangið á Margréti, sem vafði bamið að sér, það eina, sem hún nú átti, og þannig sofnaði hún. Hún svaf framá miðjan morgun, að hún vaknaði við það að Hervör var orðin óvær og farin að brölta og Iáta í sér heyra, vildi að móðir sín vaknaði. Ósjálfrátt tók Margrét að hugga telpuna, en svo tóku atburðir gærdagsins að renna upp fyrir henni og hún Ieit yfir til líksins. Það var horfið. Hervör gaf ekki móður sinni næði með hugsanir sínar, hún riðlaðist yfir andlitið á henni og var í þann veginn að steypa sér framúr, þegar Margrét greip í hana. Bjöm hafði oft farið inn um morguninn að líta til konu sinnar. Nú kom hann eina ferðina og sá hún var vöknuð og komin til sjálfrar sín. Hún spurði: — Hvar lagðirðu hann? — Útí skemmu, sagði Bjöm og greip upp Hervöru litlu. Hann hampaði barninu og bætti við: — Þú ert mikill sólargeisli, táta litla. Það þarf enginn að örvænta sem á þig. Svo lagði hann frá sér bamið og sagði við konu sína: — Þegar þú ert búin að klæða þig og fá þér að borða, Margrét mín, þá tökum við aftur til við vörðuna. Þetta á að verða stór varða og vel hlaðin. Margrét horfði á mann sinn. Hann hafði ekki misst minna en hún, annað eins dálæti og hann hafði á drengnum. Henni fannst sinn hlutur lítill. Hún vatt sér framúr, en þá var eins og stæðu í henni hnífar um allan Iíkamann. Það skrapp uppúr henni sársauka stuna. — Ertu með strengi, spurði Bjöm. — Nei, það er ekkert, sagði Margrét og sat kyrr á rúm- stokknum að safna kjarki til að ráðast í að hreyfa sig og klæðast. Hún var öll svo dofin og lerkuð, að sorgin var ekki komin til hennar. — Ég bíð eftir þér frammi, sagði Bjöm og fór. Hann fann að konan vildi klæða sig ein. Margrét féll ekki í harm sinn meðan hún klæddist. Hún hafði oft fengið strengi um dagana, en hún vissi ekki hver þessi ósköp voru. Það var sama hvort hún hreyfði höfuðið, búkinn eða útlimina, og hversu varlega sem hún gerði það. Hún varð að taka á allri sér til að komast í fötin og hafa það af að komast framí eldhús. Hún var hungruð, því hún hafði ekki borðað frá því deg- inum áður. Ekki náðu þó líkamsverkirnir að vinna á angist sálar- innar þá stund sem þau hjón krupu við líkbörumar úti í skemmu, áður en þau héldu niður á holtið að hlaða vörðuna. Bjöm varð að beita sér til að fá hana út. Hann leiddi hana hratt, þó hann fyndi hún ætti erfitt um gang. Margrét var lengi að tína grjótið í fyrstu börumar. Hún lofaði guð fyrir verkina í líkamanum, sem bægðu frá henni þeim hugsunum sem hún óttaðist, og vonaði þeir hyrfu ekki; hún vissi hvað þá tæki við. Þeir gerðu það heldur ekki þennan daginn og Margrét fékk ekki nema einu sinni grátkast. Undir kvöldið tók þreytan að hrjá hana, og baráttan við hana stóð fram á nótt, því Bjöm hætti ekki fyrr en hann sá konu sína svo þreytta að hún gat ekki meir. Þá leiddi hann hana heim, eins og fyrri nóttina. Það fór allt sem fyrr, Margrét valt útaf með Her- vöru í fanginu. Næsta morgun vaknaði hún um fótaferð- artíma, eins og venja hennar var. Strengimir voru miklir en ekki eins sárir og deginum áður, og ekki nógu miklir til að reka hugsanir hennar á flótta, en hún flýtti sér að klæða sig og gladdist, þegar hún hreyfði sig harkalega og fann sáran verk. Henni fannst eins og hún ætti líf sitt undir, því að finna til í líkamanum og hafa á sér stanz- lausa hreyfingu. Þannig leið vikan, að þau hjónin hlóðu vörðuna sína frá því í býti á morgnana og framá nótt. Strengimir hurfu úr líkama Margrétar, en þá var blóðið tekið að renna af fullum krafti og orka hennar leyst úr læðingi af vinnunni í fersku sjávarlofti. Það var eins og sjávargolan léki ekki aðeins um líkamann heldur einnig um sálina. Hún gekk síðustu dagana uppí verkinu, ekki á flótta undan hugs- unum sínum, heldur var henni orðið kappsmál að varð- an yrði drengnum hennar og þeim hjónum til sóma. Hún var sífellt að benda bónda sínum á stein, sem henni fannst ekki fara nógu vel í hleðslunni og leitaði í ákafa að steinum, sem hentuðu á þessum eða hinum staðnum. Þá hafði Margrét fundið á ný guð og bænina, en bænin hafði enga fró veitt henni fyrstu dagana, hún hafði ekki náð að einbeita huganum í bæn. Þannig var Margrét búin að finna sjálfa sig um það er lauk vörðuhleðslunni, en það var að kvöldi sjöunda dagsins frá því þau hófu verkið. Þetta var mikil varða um sig og hálfönnur hæð Bjöms. Bjöm stakk veifu á stöng niður í kollinn á vörðunni og sagði: — Ég læt smíða látúnsplötu síðar til að festa á hana. — Það finnst mér rétt, sagði kona hans, þessi varða er minnisvarði, en það kemst nú ekki allt á þá plötu, sem bundið er í þessari vörðu. Hún signdi vörðuna, svo lagði hún hendumar um hálsinn á bónda sínum og kyssti hann. Aldrei höfðu þau talað eitt orð um slysið, og ekki heldur eitt orð um sorg sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.