Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 78
76
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
JÓN PÁLL HALLDÓRSSON
SJÓMANNADAGURINN Á ÍSAFIRÐI 50 ÁRA
s
sfirðingar minnast þess í ár, að
50 ár eru nú liðin síðan Sjó-
mannadagurinn var fyrst hald-
inn hátíðlegur á ísafirði. Pessara
merku tímamóta verður minnzt m.a.
með opnun sjóminjadeildar Byggða-
safns Vestfjarðar í Turnhúsinu í
Neðstakaupstað á Isafirði. Sjó-
minjadeildin verður formlega opnuð
kl. 5 e.h. á laugardaginn fyrir Sjó-
mannadag, og standa Sjómanna-
dagsráðin á Þingeyri, Flateyri, Suð-
ureyri, Bolungavík, ísafirði og
Súðavík sameiginlega að þeim þætti
hátíðahaldanna, en safnið er sam-
eign sýslufélaganna í Norður- og
Vestur-ísafjarðarsýslu, Bolungavík-
ur- og Isafjarðarkaupstaðar.
Það var sunnudaginn 6. júní 1938,
sem fyrstu vísarnir voru lagðir að
formlegum hátíðahöldum sjómanna
hér á landi. Þann dag voru hátíða-
samkomur haldnar á tveim stöðum á
landinu: Reykjavík ogísafirði. Allar
götur síðan hefir Sjómannadagurinn
skipað ákveðinn sess í vitund þjóðar-
innar og er nú hátíðlegur haldinn í
sjávarþorpum og bæjum um land
allt. í áranna rás hefir dagurinn feng-
ið á sig ákveðið svipmót, en hvernig
minntust ísfirðingar dagsins fyrir 50
árum. í frétt í blaðinu Vesturlandi
segir:
„Sjómannadagurinn hér á ísafirði
hófst með guðsþjónustu kl. 11 árdeg-
is. Kl. 3 hófst skemmtun fyrir full-
orðna. Þar fluttu ræður Eiríkur Ein-
arsson, hafnsögumaður, og Arn-
grímur Fr. Bjarnason, en kór
sjómanna undir stjórn Högna Gunn-
arssonar söng 8 lög og þótti takast
mjög vel. Síðan var sýnd kvikmynd-
in: Fellibylur í Kyrrahafinu. Kl. 10
hófst dansleikur.
Aðsókn var ágæt að báðum
skemmtununum. Ágóðinn af þeim
rennur til byggingar sundlaugar hér í
bænum.“
Margt hefir breyzt á þeim 50 ár-
um, sem liðin eru síðan Sjómanna-
dagurinn var fyrst haldinn hátíðleg-
ur hér á Isafirði, en sú venja, að hefja
daginn með guðsþjónustu hefir hald-
izt óbreytt í áranna rás.
Fyrir tíu árum var hafin viðgerð
gömlu verzlunarhúsanna í Neðsta-
kaupstað, en þar standa ennþá fjög-
ur hús, sem öll voru byggð í tíð
dönsku einokunarverzlunarinnar og
VALKYRJUR
NORÐURTANGANS
Með grein sinni lét Jón Páll Halldórsson fylgja þessa
mynd af hinni sigursœlu kvennasveit Norðurtangans í
kappróðri Sjótnannadagsins á ísafirði — og skrifaði:
Eins og í flestum útgerðarbæjum landsins, er
keppt hér árlega í kappróðri, þ.á m. kappróðri
kvenna. Svo merkilega vill til, að kvennasveit
Norðurtangans h.f. hefir unnið þessa keppni frá upphafi
eða í 17 ár samfellt. Fyrstu 10 árin stjórnaði Finnbogi
Pétursson frá Hjöllum sveitinni og vann hún undir hans
stjórn verðlaunaskjöld (fyrsta skipti) og síðan þrjá bik-
ara. Seinustu sjö árin hefir Rúnar Guðmundsson, verk-
stjóri, stjórnað sveitinni, og hefir hún unmð tvo bikara til
eignar undir hans stjórn. Einn keppandi hefir verið með
í sveitinni frá upphafi, Hildur Jóhannesdóttir, verk-
stjóri. Meðfylgjandi mynd er af sigursveitinni 1987, en á
henni eru: Fremri röð: Rósa Magnúsdóttir, Fjóla Jóns-
dóttir, Sunneva Gissurardóttir og Ingibjörg Heiðars-
dóttir. Aftari röð: Rúnar Guðmundsson, stýrimaður,
Hildur Jóhannesdóttir og Þorbjörg Finnbogadóttir. Ég
held, að þeir séu eki margir, sem taka þátt í keppnum
Sjómannadagsins af jafn eldlegum áhuga og þessar Val-
kyrjur.