Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 97

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 97
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 95 BÍÓIÐ HEFUR VERIÐ HRAFNISTU MIKILL STYRKUR RÆTT VIÐ GRÉTAR HJARTARSON Grétar Hjartarson var búinn aö vera 25 ár til sjós þegar hann tók við stjórn Laug- arásbíós 1975. Hann er fæddur í miðri kreppu, útskrifaðist úr Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1951 og lauk farmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum 1958. Hann fór fyrst til sjós þrettán ára og var á bátum og togurum en lengst af á fraktskipum. Haustið 1951 réðst hann til Eim- skipafélags íslands og var ungþjónn á Gullfossi í rúmt ár, en frá 1954 háseti á gamla Brúarfossi, — og var síðan háseti hjá Eimskip allt til 1963, þá stýrimaður til 1970 og loks afleys- ingaskipstjóri á árunum 1970 til 1975. — En af hverju fór hann í land? „Ja, ég var búinn að vera til sjós í aldarfjórðung og orðinn leiður. Ég átti konu og fjögur börn í landi og langaði til að lifa eðlilegu fjölskyldu- lífi. En það furðaði sig margur á þessu ráðslagi að fara í land loksins þegar ég var búinn að vinna mig upp í það að fá skip og var orðinn næstur í röðinni hjá Eimskiþ. Og sjálfur vildi ég nú ekki brenna allar brýr að baki mér og ákvað að taka mér fyrst árs- •eyfi frá störfum. Ég var búinn að undirbúa dálítið jarðveginn þegar ég fór í land: stofn- aði vélritunar- og fjölritunarstofu með vinkonu konu minnar og síðan Vélritunarskólann. En mér fannst mig vanta hálft starf með þessu sýsli og tók þá jafnframt að mér rekstur Bæjarbíós í Hafnarfirði sem var á vegum Sjómannadagsráðs. Það var haustið 1975. Aðeins mánuði síðar andaðist Árni Hinriksson, þáver- andi forstjóri Laugarásbíós — og þá var ég drifinn hingað inn eftir. Og hér hef ég verið síðan; já, bráðum í þrettán ár. Vélritunar- og fjölritun- arstofuna seldi ég fljótlega, en hélt áfram rekstri Vélritunarskólans með konu minni þangað til hún lést 1982. Það má segja að gamla bíódellan hafi komið sér vel þegar ég fór í bíó- reksturinn. Ég hafði alltaf haft mik- inn áhuga á kvikmyndum og í far- mennskunni fór ég mikið í bíó. I þá daga þótti reyndar dálítill viðburður að fara í bíó. Þegar við vorum í út- lendri höfn notuðu sumir tímann til að skoða söfn, sumir fóru annað og sumir fóru í bíó. Ég gerði svona sitt lítið af hverju — en mest fór ég í bíó.“ Grétar var nákunnugur því mikla starfi sem Sjómannadagssamtökin standa fyrir þegar hann tók við stjórn Laugarásbíós. Hann hafði verið annar af fulltrúum Stýri- mannafélags íslands í Sjómanna- dagsráði frá 1974 — og situr nú í stjórn ráðsins. „Þegar maður lítur til baka er maður stoltur af því að hafa fengið að taka þátt í hinni merkilegu upp- byggingu Sjómannadagsins í þágu aldraðra,“ segir Grétar: „Bíóið er auðvitað aðeins angi af þeim mikla rekstri sem fram fer á vegum Sjó- mannadagsins, en það hefur í gegn- um tíðina verið mjög mikilvægur hlekkur. Laugarásbíó hefur verið Hrafnistu-heimilunum mikill styrk- ur í uppbyggingu þeirra, auk þess sem það hefur sjálft tekið að sér ýms- ar framkvæmdir, svo sem frágang á lóðum, bílaplani og aðkeyrslu við Hrafnistu í Reykjavík. Á síðustu tveimur árum hefur bíó- ið ekki verið rekið með hagnaði — og er þá þess að geta að 13,5% af andvirði hvers selds aðgöngumiða í Laugarásbíó rennur óskipt til Hrafn- istu-heimilanna, burtséð frá því hvort bíóið skilar hagnaði eða ekki. Þarna er um að ræða langstærsta hlutann af svonefndum skemmtana- skatti — og á síðastliðnu ári fengu heimilin þannig um 4 milljónir króna, þrátt fyrir að endar hefðu ekki náð saman í rekstri bíósins. Aðsókn að kvikmyndahúsum hef- ur dregist mjög saman á síðustu ár- um; fyrir áratug eða svo sóttu um 250 þús. manns þetta bíó á ári, en nú ekki nema um 120 þús. manns, þann- ig að öllum má ljóst vera hvers vegna kvikmyndahúsin hafa barist í bökk- um undanfarin ár og gamalgróin bíó hætt starfsemi. að má segja með nokkrum rétti að það hafi staðið Laug- arásbíó fyrir þrifum að vera rekið í svo nánum tengslum við Hrafnistu-heimilin. Bíóið hefur t.d. aldrei getað safnað í sjóði til að geta mætt vondu árunum. Þá höfum við ekki haft nægileg tök á því að svara kröfum tímans. Við sóttum um lóð í Mjóddinni 1978 og fengum vilyrði fyrir henni 1980, en vegna fram- kvæmda við Hrafnistu í Hafnarfirði töldu Sjómannadagssamtökin ekki ráðlegt að binda fé í auknum bíó- rekstri. Seinna reis svo Bíóhöllin í Mjóddinni sem kunnugt er. Fyrir nokkrum árum var þó ekki undan því komist að ráðast í dýrar framkvæmdir við bíóið. Að kröfu er- lendra kvikmyndasöluaðila urðum við að bæta við sýningarsölum og byggðum þá tvo ágæta sali, þannig að við getum sýnt þrjár kvikmyndir í senn. En til þessara framkvæmda varð að fá dýrt lánsfé og það hefur gengið nærri bíóinu og orsakað með- al annars taprekstur þess síðustu tvö árin. Síðastliðið sumar var ljóst að við svo búið mátti ekki standa — og var þá afráðið að Sjómannadagssam- tökin yfirtækju allar skuldir bíósins en ég hins vegar tæki að mér rekstur bíósins á núllpunkti sem verktaki og freistaði þess að reka bíóið með þeim hætti án halla. Við hættum rekstri Bæjarbíós 1984. Það var svokallað endursýning- arbíó eins og kvikmyndahúsin út um land, leigði myndir frá kvikmynda-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.