Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 41
WíSk
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
39
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson
stjórn Hrafnistu, drög að því að
hrinda þessum breytingum í fram-
kvaemd — og þær hafa nú staðið yfir í
meira en tíu ár. Þetta viðreisnar-
starf, sem ég vil svo kalla, er einhver
ánægjulegasti þáttur í starfi mínu
sem forstjóri Hrafnistu, að sjá allar
þær breytingar sem ég gerði mér í
hugarlund þegar ég tók við starfinu
smám saman verða að veruleika.
Með síhækkandi meðalaldri hefur
fjölgað mjög háöldruðu fólki og far-
lama og til að veita því sem besta
aðhlynningu hér á heimilinu var
brýnt að stórfjölga hjúkrunarfræð-
ingum og öðru faglærðu starfsfólki.
Þessu fylgdi auknar kröfur um kaup
á margvíslegum hjálpartækjum og
þá komu til skjalanna ýmis félaga-
samtök, svo sem líknarfélög, Kiwan-
is- og Lion-klúbbar, ásamt aðildar-
félögum Sjómannadagsins, sem gef-
ið hafa stórfé til heimilisins, aflað
fjár með fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi
til kaupa á hjúkrunarrúmum, setu-
böðum og margskonar þjálfunar- og
endurhæfingartækjum — ogekki má
gleyma að allan þann tækjabúnað,
sem þurfti til starfs meinatæknis á
heimilinu, fengum við að gjöf.
Og til þess að fá pláss fyrir alla þá
þjónustu sem nú er talið tilhlýðilegt
að veita öldruðum, þá varð að fækka
vistplássum verulega. í minni tíð
hefur vistplássum fækkað hvorki
meira né minna en um eitt hundrað,
og á enn eftir að fækka í risi einnar
álmunnar. Við stefndum að því að
leggja niður öll kjallara- og ris-
herbergi fyrir vistmenn og nýta það
pláss allt til þjálfunar, föndurs
o.s.frv.
Hér vestan við heimilið höfum við
reist 18 hjónaíbúðir við Jökulgrunn
og auk þess eru 18 hjónaherbergi á
Hrafnistu sjálfri. Gangurinn er oft sá
að hjón eru kannski mörg ár í hjóna-
íbúð í Jökulgrunni, síðan nokkur ár í
hjónaherbergi á Hrafnistu, þegar
það er orðið öðru þeirra, eða báð-
um, erfitt að labba daglega yfir á
Hrafnistu í matinn, og loks í einstak-
lingsherbergi þegar annað hjónanna
veikist og þarf að leggjast inn á
hjúkrunardeild. Það hefur verið all-
mikil utanaðkomandi ásókn á hjúkr-
unardeildir Hrafnistu — en það hef-
ur verið okkar stefna að hjúkrunar-
deildin ætti fyrst og fremst að vera
fyrir vistmenn Hrafnistu, þannig að
þeir geti ávallt átt vísan stað á heim-
ilinu. Það nær ekki nokkurri átt að
rífa gamalt fólk upp og senda það út í
bæ eins og eitthvert númer í tölvu-
skrá þangað sem það hefur ekki náð
að festa rætur og þekkir engan,
hvorki starfsfólk né aðra sjúklinga.
Þetta er að sjálfsögðu eina rétta
stefnan í málefnum aldraðra, að það
sé annast um fólkið undir sama þaki
frá því það kemur á dvalarheimili og
þar til yfir lýkur.
Núna dvelja 355 vistmenn á heim-
ilinu á tveimur deildum: 232 á vist-
deild og 123 á hjúkrunardeild.
Biðlistar okkar hafa alltaf verið
langir. Við leitumst við að hafa sam-
band við þá sem bíða eftir plássi,
bjóðum þeim í heimsókn og kynnum
fyrir þeim heimilið, sýnum hvað það
hefur upp á að bjóða. Við höfum
reynslu fyrir því að þetta veitir ein-
staklingnum öryggi og hann finnur
að hann getur vænst þess að eiga hér
innskot ef hann þarf nauðsynlega á
því að halda og að öðrum kosti vísan
samastað þegar röðin kemur að hon-
um.
Við höfum eðlilega reynt að láta
sjómenn og sjómannsekkjur njóta
forgangs, en einnig þá sem unnið
hafa að slysavarnamálum, svo og út-
gerðarmenn og verkafólk við fisk-
vinnslu. En að sjálfsögðu höfum við
leyst vanda fjölmargra úr öðrum
stéttum. Af vistmönnum eru nú 141
sjómaður og 116 sjómannskonur, en
98 úr öðrum stéttum.
Okkur hefur tekist að reka
Hrafnistuheimilið fyrir
mun lægri gjöld en sam-
bærilegar stofnanir sem reknar eru á
vegum opinberra aðila. En hér er
margt handtakið. Við höfum alla tíð
lagt höfuðáherslu á að vera sjálfum
okkur nógir með flest það sem snert-
ir heimilishaldið. Við eldum að sjálf-
sögðu okkar eigin mat, rekum okkar
eigið bakarí og eigin kjötvinnslu;
okkar iðnaðarmenn vinna að öllu
viðhaldi, lagfæringum og breyting-
um, innan húss og utan. A heimilinu
er geysistórt þvottahús og í tengslum
við það saumastofa þar sem gert er
við fatnað vistmanna. Við rekum
okkar eigið apótek, sjáum um lyfja-
dreifingu, og bjóðum upp á heilsu-
rækt fyrir vistmenn, fótsnyrtingu,
klippingu og hárlagningu. Einnig er
hér heilsugæsla þar sem 2 læknar
heimilisins starfa og fjöldi sérfræð-
inga kemur hér reglulega, og á heim-
ilinu er auk þess meinatæknir í fullu
starfi. Þá starfrækja vistmenn sjálfir