Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 220

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 220
218 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ skole, sem mun vera stærsti slysa- varnaskóli heims. Þorvaldur efndi til fyrsta nám- skeiðssins þann 29. maí 1985 og telst það vera stofndagur Slysavarna- skóla sjómanna. Það var ekki fyrr en um haustið sem Slysavarnafélagið eignaðist skip til að hýsa skólann, en þá seldi ríkissjóður félaginu varð- skipið Þór fyrir 1.000 krónur, eins og frægt er orðið. Skipið komst þó ekki í gagnið fyrr en í júní 1986 og hafði þá verið skýrt upp; kallaðist Sœbjörg, en svo hafði síra Oddur V. Gíslason nefnt mánaðarrit sitt um slysavarna- mál og svo höfðu Slysavarnamenn einnig nefnt björgunarskip félagsins fyrir Faxaflóa, fyrsta skipið sem Is- lendingar létu smíða beinlínis til björgunarstarfa. Asíðastliðnu ári sóttu um 1500 sjómenn námskeiðin okkar,“ segir Þorvaldur Axelsson þar sem hann situr í her- bergi skólastjórans um borð í Sæbjörgu við Norðurgarðinn í Reykjavíkurhöfn. „Við upphaf námskeiðanna hafa margir furðað sig á því hvað í ósköpunum ætti að tala við þá allan þann tíma sem nám- skeiðin standa, 3-5 daga, en það bregst ekki, að þegar námskeiðun- um lýkur hafa sömu menn orð á því að það hafi verið farið yfir alltof mik- ið efni á of skömmum tíma, nám- skeiðin hafi verið alltof stutt! Námskeiðin standa frá morgni til kvölds og er aðgangur ókeypis fyrir sjómenn. Sérhver nemandi fær af- henta til eignar þykka möppu með kennslugögnum, sem fyrst og fremst eru þó ætluð til frekari fróðleiks og upplýsingar að námskeiðinu loknu. Efnið í þessar möppur höfum við tekið saman sjálfir, starfsmenn skól- ans, þýtt og staðfært úr ýmsum átt- um. I lok námskeiðs fá þáttakendur síðan skírteini sem við gefum út í samráði við Siglingamálastofnun ríkisins. Þegar starfsemi skólans er komin á traustan fjárhagslegan grundvöll verður efnt reglulega til framhalds- og endurhæfingarnám- skeiða. A námskeiðunum er kennd skyndihjálp, blástursmeðferð og Þorvaldur Axelsson er hagvanur í brúnni skipherra á Þór. hjartahnoð; menn fræðast um ofkæl- ingu og umönnun ofkældra; kennt er hvernig á að bera sig að þegar björg- un fer fram með þyrlu; fjallað um lög og reglur varðandi búnað skipa og áhafna; kennd meðferð hættulegra aðskotahluta sem komast í veiðar- færi eða finnast á reki; sýnt hvernig hægt er að bjarga þeim sem falla fyrir borð og þá ekki síður kennd rétt við- brögð þeirra sem falla fyrir borð; kennd er notkun neyðarmerkja; lýst meðferð gúmbáta og dvöl í þeim; kennd notkun björgunar- og flot- búninga; sýndar brunavarnir og slökkvistörf og þá einkum meðferð handslökkvitækja, því öðrum slökkvistörfum er tæpast hægt að koma við hér um borð vegna að- stöðuleysis; og loks er kennd reykk- öfun og meðferð reykköfunartækja. Ströng öryggisgæsla er við æfing- á Sæbjörgu (ex. Þór), því hann var áður Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson. arnar og allir nemendur skólans eru slysatryggðir. Sérstök námskeið eru haldin fyrir nemendur fagskólanna og hafa Stýrimannaskólarnir sýnt okkar starfi mikinn áhuga. Núverandi skólasstjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, Guðjón Ármann Eyj- ólfsson, hefur árum saman verið einn helsti hvatamaður þess að full- komnum slysavarnaskóla sjómanna yrði komið upp hér á landi. Núna er gert ráð fyrir því að nemendur á öll- um stigum Stýrimannaskólans verji einni viku í Slysavarnaskóla sjó- manna. Fjórir leiðbeinendur eru fastráðn- ir við skólann auk umsjónarmanns tækja. Ágæt samvinna er milli okkar og starfsmanna Landhelgisgæslunn- ar, einkum þyrludeildar, — og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.