Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 54
52
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Hrafnista í Hafnarfirði
stendur vestan við Hafnar-
fjarðarkaupstað á mörk-
um landamerkja milli Hafnarfjarðar
og Garðarbæjar. Par er stutt til sjáv-
ar, útsýni mikið útyfir innsiglinguna
og Flóann, suður um nes — og er
þarna rúmt um heimilið.
Byggingarsamningur að I. áfanga
Hrafnistu í Hafnarfirði var gerður
12. maí 1975 og byggingarfram-
kvæmdir hófust í september 1975.
Byggingin var vígð á 40. Sjómanna-
daginn 1977, en 1. hæðin var ekki
tekin í notkun fyrr en 11. október, 2.
hæðin 10. desember og sú þriðja
þann 12. janúar 1978. Allt voru þetta
íbúðarhæðir og á hverri visthæð her-
bergi fyrir 29 vistmenn, 11 eins
manns íbúðir, hver 24 ferm., og 9
tveggja manna íbúðir, hver 48 ferm.
Allar eru íbúðirnar með sér baði,
eldhúskrók og svaladyr eru á þeim
öllum. Þá er og tómstundasalur.
samkomusalur og tvær setustofur á
hverri hæð ásamt eldhúsi og geymsl-
um, — og hver hæð þannig sér ein-
ing.
A jarðhæð byggingarinnar eru
læknastofa og skrifstofur, lyfjabúr,
æfingasalur með nudd- og Ijósað-
stöðu, einnig hár- og fótsnyrtingar
salur, og vinnusalur. Þá er og á jarð-
hæð aðstaða til dagvistunar og sum-
arvistunar sem einnig hefur verið
nefnd orlofsvist.
Pegar 3ja visthæðin var risin í jan-
úar 1978 var orðið rúm á heimilinu
fyrir 88 vistmenn, þar af voru 62 í
almennri vist en 26 í sjúkravist; 10
vistmenn voru í orlofsvist og 4 í dcig-
vistun, og var hvorttveggja þessi vist
þá nýlunda hérlendis.
Samkvæmt upphaflegu áætluninni
að Hrafnistu í Hafnarfirði var eftir
að byggja tvö hús álíka, því að vist-
heimilið átti að hýsa 240 manns. En
nú kom á daginn að mjög brýn þörf
var orðin fyrir hjúkrunardeildir aldr-
aðra, jafnvel brýnni en fyrir vist-
heimili, þótt sú þörfin væri mikil.
Hækkandi meðalaldur jók árlega
fjölda þeirra gamalmenna, sem
þurftu að fá góða hjúkrun fremur en
læknisþjónustu á sjúkrahúsi, sem þá
voru alltof dýrar stofnanir fyrir slíka
langlegu sjúklinga. Af þessari miklu
þörf hjúkrunardeilda varð til sú hug-
mynd hjá stjórn Sjómannadagsráðs
að vænlegra væri að breyta bygging-
aráætluninni þannig að byggja III.
áfanga, en þar átti hjúkrunardeildin
að vera, á undan II. áfanga og tengja
henni heilsugæzlustöð, en í lögum
var heimild til ríkisframlags til bygg-
ingar heilsugæzlustöðva. Hjúkrun-
ardeildin og heilsugæzlustöðin
skyldu þjóna Hafnarfirði og ná-
grannabyggðum og frá þeim aðilum
vænti stjórn Sjómannadagsráðs sér
stuðnings. Stjórnin lét nú teikna
Hrafnistu upp á þann veg að hjúkr-
Eldhressir vistmenn
Sjómannadagsblaðiö/Björn Pálsson