Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 188
186 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Á þcssari mynd er búið að brýna öðrum bátnum og byrjað að hífa inn.
tók á annan klukkutíma að setja nið-
ur bátinn, sem Bolvíkingarnir hefðu
sett niður með sínu lagi á kortéri eða
svo.
Ofansetningur var vandasamara
verk en hífingin. Staurinn, sem
stoppað var á, var kallaður peli, og
var hann sver, 12-14 þumlungar í
þvermál og um þriggja metra langur,
grafinn niður í kambinn eina tvo
metra, og boltuð þvertré á hann
neðst, svo að hann drægist ekki upp
við það mikla átak, sem á honum gat
orðið. Hver bátur hafði tvo pela.
Stopparinn var liðlegur vír, 'A
tomma í þvermál eða svo. Á enda
stopparans var lykkja, sem smeygt
var á annan pelann, og var það fasta-
partí stopparans, sem síðan lá niður í
blökk, sem krækt var í lykkju á mót-
um kjalar og stefnis, lausapartíimi
var síðan brugðið með nokkrum
brögðum um hinn pelann uppi í
kambinum. Nú er þess að geta, að
báturinn hékk í spilstrengnum, sem
hann hafði verið hífður á, og því
varð að gefa uppá spilinu og láta bát-
inn síga í stopparann. Þá vóru
skorðumennirnir komnir að skorð-
unum og undir bátinn og rugguðu
honum aðeins ámtilli sín til að koma
honum af stað, svo að hann sigi í
stopparann. Báturinn stóð á vel
smurðum eikarhlunnum, en gat
stundum staðið fastur í þeim, þegar
skorur fóru að myndast af sliti, og
þurfti oft að skaka honum svoldið
til, svo að hann næði að mjakast af
stað. Síðan komu þeir niður að bátn-
um, sem gefið höfðu upp á spilinu og
röðuðu sér á bátinn, og vóru þá þrír
hvoru megin, formaðurinn lagði
fyrir og áttundi maðurinn var
stopparamaðurinn. Það vóru jafnan
8 á stærri vélbátunum.
Það var mikið vandaverk að
stoppa niður og ekki valdir til þess
nema fullorðnir menn og þekktir að
gætni og traustleika. Meðan bátur-
inn var í brattasta kambinum má
segja, að stopparamaðurinn hefði líf
og limi allrar skipshafnarinnar í
hendi sér. Hann hafði þá jafnan
mörg brögð á pelanum og mjakaði
þeim til með annarri hendinni, en
hélt um vírinn með hinni og dró
hann til sín. Hann mátti ekki láta
bátinn „hanga“ í stopparanum, það
tafði ofansetninginn og jók erfiðið.
Báturinn mátti helzt ekki stöðvast
alveg, einkum ekki eftir að komið
var niður í fjöruna. Pað gat reynzt
erfitt að ná honum af stað aftur,
þegar hann var kominn niður úr
mesta brattanum. Það var ógnvekj-
andi fyrir stopparamanninn að líta
niður að bátnum meðan hann var að
mjakast niður snarbrattan kambinn
og sjá alla mennina undir þessu
bákni, vitandi, að minnsta hand-
vömm gat valdið stórslysum. Það var
því nærri því betra að vera við
skorðu, þótt erfiðara væri; það var
þó aðeins um eigið líf og limi að
ræða.
Finnbogi lýsir því, hvað gat komið
fyrir, ef stopparastrengur slitnaði, til
dæmis ef of mikill slaki hafði komið
á strenginn, en það var oft, ef bátur
stóð í hlunn í ofansetningi, að gefinn
var góður slaki á stopparann, svo að
báturinn héngi örugglega ekki í