Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 82
80
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Verslunarhúsin í Neðstakaupstað, frá vinstri: Faktorshúsið, Turnhúsið og Krambúðin. Myndin er tekin í ágúst 1986, en síðan er
búið að timburklæða Krambúðina og færa hana til upprunalegs horfs.
þykkti bæjarstjórn ísafjarðar og það,
sem var draumsýn fyrir tíu árum, er
nú að verða að veruleika.
Söfnun sjóminja á sér álíka langa
sögu hér vestra og Sjómannadagur-
inn. Það var eldhuginn Bárður G.
Tómasson, skipaverkfræðingur,
sem var frumkvöðull þess og braut-
ryðjandi. Hinn 16. desember 1939
skrifaði hann grein í blaðið Vestur-
land, sem hann nefndi: SEXÆR-
INGAR. Þar bar hann fram þau til-
mæli til ísfirðinga, að þeir sameinuð-
ust um að byggja nýjan sexæring
með gömlu lagi og öllum fargögn-
um, sem yrði fyrsti vísir að héraðs-
og sjóminjasafni byggðarlagsins. í
lok greinarinnar hvatti hann menn,
til þess að styðja þetta mál með fjár-
framlögum. Hugmyndin fékk þegar
allgóðar undirtektir og var Jóhann
Bjarnason, bátasmiður á ísafirði og
fyrrum formaður í Bolungavík, ráð-
inn til þess að smíða sexæringinn.
Var hann tilbúinn sumarið 1941. Þá
um sumarið — 23. júlí — var svo
stofnað Byggða- og sjóminjasafn ís-
firðinga. A stofnfundinum var Bárð-
ur kosinn í stjórn þess, ásamt Guð-
jóni E. Jónssyni, bankastjóra, og
Þórleifi Bjarnasyni, kennara. Af-
henti Bárður safninu sexæringinn til
eignar og lagði fram greinargerð um
kostnað við byggingu hans og fjár-
öflun. Hluta kostnaðarins greiddi
Bárður úr eigin vasa. Með byggingu
sexæringsins, sem varðveittur er í
Byggðasafni Vestfjarða, má segja,
að kjölurinn hafi verið lagður að
sjóminjadeildinni, sem opnuð verð-
ur í nýjum húsakynnum nú á Sjó-
mannadaginn. Allar götur síðan hef-
ir verið unnið að söfnun sjóminja hér
vestra, og á byggðasafnið nú mjög
gott safn frá fyrri tímum. Marga
ólíklegustu hluti vantar þó í safnið —
áhöld og tæki, sem notuð voru fram
á seinustu ár. En það er von mín og
vissa, að sjómenn og aðrir velunnar-
ar safnsins muni kappkosta að fylla í
þær eyður á næstu árum, svo að
þetta safn geti í framtíðinni orðið
sýnishorn og traust heimild um fisk-
veiðar og fiskvinnslu þessa byggðar-
lags á liðinni tíð.
Þegar ákveðið var að einfalda
sjóðakerfi sjávarútvegsins og ýmsir
sjóðir voru lagðir niður árið 1986,
var ákveðið að verja hluta af eftir-
stöðvum úreldingarsjóðs fiskiskipa
til varðveizlu sjóminja. Á liðnu
sumri afhenti sjávarútvegsráðherra,
Halldór Ásgrímsson, stjórn byggða-
safnsins eina milljón króna af þessu
fé, sem varið skyldi, til þess að búa
sjóminjadeildinni varanlegan sama-
stað. Þessi ómetanlegi fjárstuðning-
ur varð þess valdandi, að ísfirðingar
fagna þessum merka áfanga í menn-
ingarsögu byggðarlagsins á 50 ára af-
mæli Sjómannadagsins. Þetta mun
einnig vera í fyrsta skipti, sem íbúar
alls byggðarlagsins sameinast um
hluta hátíðahaldanna.