Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 77
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
75
Sundlaugin í byggingu, heitu pottarnir tveir sjást ekki. Myndin er tekin frá þjónustumiðstöðinni, Félagsheimili sjómanna, og sér yfir
orlofsbyggðina, þar sem nú er 21 bústaður.
Jú, sumarið 1973 var hafist
handa við að reisa orlofshús
sjómanna í Hraunkotsland-
mu. Par eru nú 21 orlofshús stéttar-
félaga sjómanna, fyrsta flokks þjón-
ustumiðstöð með síma, verslun,
sjónvarpsherbergi, sturtum og
sauna-baði, — og yfir 100 bústaðir
einstaklinga á leigulóðum úr landi
okkar.
Nýlega lögðum við heitt vatn inn á
svæðið í samvinnu við Grímsnes-
hrepp, því að boranir okkar eftir
heitu vatni höfðu reynst árangurs-
lausar, og í framhaldi af því byggð-
um við sundlaug við Félagsheimilið,
eða þjónustumiðstöðina, og tvo
heita potta og vonumst til að hafa
gengið frá því öllu núna fyrir Sjó-
mannadaginn. Þetta eru fjárfrekar
framkvæmdir — en næst á dagskrá
er að leggja heitavatnslagnir í alla
bústaðina og grafa kalda vatns- og
skolplagnir lengra niður í jörð og
gera orlofshúsin þannig að heilsárs-
bústöðum. Einnig hyggjumst við
endurbæta mjög golfvöllinn sem við
lögðum fyrir nokkrum árum, slétta
hann, en við þjónustumiðstöðina er
auk þess svokallaður mini-golfvöllur
og lítill fótboltavöllur — og í bígerð
er að opna hestaleigu. Þá erum við
staðráðnir í að reyna að rækta upp
landið, sem vægast sagt var illa farið
af uppfoki og ágangi búfjár þegar við
loks girtum það af, en það var ekkert
smáræðis verk, jörðin, sem fyrr er
sagt, 740 hektarar og girðingin varð
12 km löng. Þá held ég það líði ekki
mörg ár þangað til við förum að huga
að því að byggja hálfkúlu úr gleri yfir
sundlaugina, eins og við þekkjum
víða um lönd. En allt ræðst þetta nú
af fjárhag Barnaheimilissjóðsins,
sem fjármagnar þessar framkvæmdir
í Hraunkotslandinu.
Heita vatnið gerir allan mun. Við
vonumst til þess að í framtíðinni get-
um við nýtt barnaheimilisskálana
sem orlofshús fyrir vistmenn Hrafn-
istu-heimilanna og þá myndum við
byggja þar nýja sundlaug og heita
potta sem gamla fólkið gæti notað
sér til tilbreytingar og hressingar í
sveitaloftinu. Og hver veit nema við
gætum þá hafið barnaheimilisrekst-
urinn á nýjan leik — og boðið upp á
orlofsdvöl fyrir jafnt unga sem
aldna.“
J.F.Á.