Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 94
92
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ÓSKAR VIGFÚSSON
ARNAÐ HEILLA
Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands íslands.
Fyrir 50 árum síðan komu
nokkrir fulltrúar Hrafnistu-
manna saman til fundar að
áeggjan Henrýs heitins Hálfdans-
sonar, þar sem hinn dugmikli félags-
málamaður reifaði hugmyndir sínar
um að ná samstöðu meðal sjómanna
um að haldinn yrði árlega Sjó-
mannadagur, og skyldi tilgangur
hans vera að efla samhug sjómanna-
stéttarinnar, heiðra minningu lát-
inna félaga, kynna þjóðinni lífsbar-
áttu sjómannsins við störf hans á
sjónum o.fl. Árangur þessa fundar
varð sá að 27. febrúar 1938 var form-
lega stofnað Fulltrúaráð Sjómanna-
dagsins í Reykjavík og Hafnarfirði.
Á þessum tímamótum í sögu Sjó-
mannadagsins er undirrituðum efst í
huga: Höfum við gengið veginn til
góðs, hafa draumar frumherjanna
ræst, hefur tilgangurinn orðið eins
og til var stofnað?
Á því er enginn vafi að árangur
hefur náðst í ýmsum þeim málum
sem Fulltrúaráðið hefur unnið að í
gegnum árin. Ber þar að sjálfsögðu
hæst sá árangur sem náðst hefur í
málefnum aldraðra með byggingu
og rekstri Dvalarheimila aldraðra í
Reykjavík og Hafnarfirði. í þeim
efnum hefur samtökunum tekist að
lyfta Grettistaki. í öðrum málefnum
sjómanna svo sem öryggismálum
hafa skipst á skin og skúrir, þrátt
fyrir stanslausan áróður um umbæt-
ur í þeim efnum.
Að endingu má ekki gleyma því
að á síðasta ári hlaut sjómannastétt-
in virðingu þjóðarinnar þegar Al-
þingi okkar Islendinga löghelgaði
sjómönnum Sjómannadag. Vonandi
verða þau lög til þess að sjómönnum
gefist betra tækifæri til þess að vinna
að framgangi þeirra mála sem frum-
herjarnir stofnuðu til fyrir 50 árum.
I tilefni þessara merku tímamóta
færir Sjómannasamband íslands
Fulltrúaráði Sjómannadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði kveðjur
sínar og árnaðaróskir. íslenskir sjó-
menn til hamingju með daginn!
GÖTUR HEITNAR EFTIR SJÓMÖNNUM
s
liðnu hausti var tveimur
götum á hafnarsvæðinu á
Isafirði gefið nafn. Þetta
eru göturnar meðfram Hafnarhús-
inu nýja þar í bæ. Bæjarstjórn ísa-
fjarðar ákvað að nefna þessar götur
Kristjánsgötu og Einarsgötu — og
neiðra með því minningu þriggja lát-
inna starfsmanna ísafjarðarhafnar,
Kristjáns H. Jónssonar, Kristjáns
Kristjánssonar og Einars Jóhanns-
sonar.
Þeir þremenningar voru allir
kunnir sjómenn vestra og hafnsögu-
nrenn við ísafjarðarhöfn um langt
árabil — og settu svip á bæinn og
höfnina. Þeir tóku allir mikinn þátt í
starfi og uppbyggingu Sjómanna-
dagsins og áttu sæti í Sjómannadags-
ráði ísafjarðar í fjölda ára.
Allvíða hafa götur verið nefndar
eftir kunnum stjórnmála- eða at-
hafnamönnum. Tvær götur á hafnar-
svæði Isfirðinga eru t.d. heitnar eftir
nafnkunnum ísfirskum athafna-
mönnum. þ.e. Asgeirsgata og Árna-
gata, sem kenndar eru við Ásgeir G.
Ásgeirsson og Árna Jónsson. sem
lengst veittu Ásgeirsverslun for-
stöðu.
Sjómannadagsblaðið fagnar því,
að Isfirðingar skuli heiðra minningu
mætra sjómanna með þessum hætti.
Mættu fleiri bæjarfélög, sem byggja
allt sitt á sjósókn og fiskvinnslu, taka
sér það til fyrirmyndar.