Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 106
104
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Á HRAFNISTU ER GOTT AÐ VERA
RÆTT VIÐ ÞÓRHALL HÁLFDÁNARSON
Þórhallur Hálfdánarson, gjaldkeri Sjómannadagsráðs.
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson
Hér segir stuttlega af gjald-
kera stjórnar Sjómanna-
dagsráðs, Þórhalli Hálf-
dánarsyni. Hann settist í fulltrúaráð-
ið 1972, var kjörinn í stjórn þess 1983
og síðar á árinu tók hann við sem
félagslegur gjaldkeri samtakanna
við fráfall Guðmundar H. Oddsson-
ar.
Þórhallur er fæddur í Stykkis-
hólmi 20. október 1916. Foreldrar
hans voru hjónin Hálfdán Eiríksson
frá Djúpalæk á Langanesstönd, sem
flutti í Stykkishólm rétt eftir alda-
mótin, og Málmfríður Valintínus-
dóttir, en hennar bróðir var Oddur
sem lengi var hafnsögumaður á
Breiðafirði og margir kannast við.
„Heima í Stykkishólmi byrjaði
maður í fjörunni, eins og aðrir strák-
ar í litlum sjávarplássum, að snúast í
kringum karlana, hjálpa til við að
beita og stokka upp o.s.frv. En ég
var fljótlega sendur í sveit, svo það
er eiginlega ekki fyrr en 1934 sem ég
fer að stunda sjómennsku. Það var
suður í Höfnum og í Keflavík. í þá
daga snerist lífið um það að hafa í sig
og á — og var nú oft ansi knappt —
en þá voru fimm aurar líka fimm
aurar.
Maður var á þessum trillum og litl-
um dekkbátum til að byrja með en
1939 fer ég á stærri bátana, línuveið-
ara, og upp úr því á togarana. Ég var
síðan á togurum allt þar til ég lauk
hinu Meira fiskimannaprófi 1949.
Eftir það var ég yfirmaður á bátum
víða um land í rúm 15 ár. Maður
þénaði meira á bátunum en á togur-
unum á þessum árum.
Eina skiptið sem ég lenti í óhappi
á sjó á mínum þrjátíu ára sjómanns-
ferli, var þegar bv. Garðar GK 25
var keyrður niður 1943. Þá fórust
þrír menn. Við höfðum haft samflot
út með Júpiter og Gylli og þegar
kom í Pentlandsfjörðinn urðum við
að láta vita af okkur og liggja þar um
nóttiuna. Um morguninn var skollin
á svarta niðaþoka. Þeir keyrðu nú
samt á fullri ferð suðurúr, Júpiter og
Gyllir, en við fórum á hægri ferð eins
og lög gera ráð fyrir við slíkar kring-
umstæður. Á leiðinni mættum við
skipalest sem var að fara norðurúr,
og eitt skipið sigldi alveg þvert á
Garðar og lenti með stefnið í tóm
kolabox, svo að hann sökk á 1-2 mín-
útum. Það var siglt með útslegnar
davíður og við drifum okkur í bátana
og skárum þá lausa, en þrír voru
seinir fyrir og drukknuðu. En skipið
sem sigldi á okkur laskaðist lítið,
kom bara gat á það fyrir ofan sjólínu
og ég held það hafi haldið áfram
sinni ferð til Ameríku.
Nú ég fer í land 1964. Ég var orð-
inn 47 ára og bauðst að taka við
rekstri drengjaheimilis á Breiðavík.
Þar var dálítill búskapur, um eitt
hundrað rollur og 5-6 beljur. En ekki
var ég nú mikill búmaður. Já, ég rak
heimilið árið um kring og drengirnir
hjálpuðu mér við búskapinn. Skóli
var í Breiðavík og var kennari hjá
okkur á veturna. Á sumrin höfðum