Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 148
146
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Sjómenn búast til brottferðar. Málverk frá Reykjavíkurhöfn.
safna í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð. Heimkominn flutti ég erinda-
flokk í útvarpið um för mína og loka-
erindið fjallaði um íslenskt
sjávarútvegssafn og var það gefið út
sérprentað úr Víkingnum 1948. Síð-
an líður og bíður — en aldarfjórð-
ungi síðar er ég fyrsti flutningsmaður
að þingsályktunartillögu um stofnun
sjóminjasafns. Það var 1974. Tillag-
an var samþykkt og ég skipaður í
nefnd sem þáverandi menntamála-
ráðherra fól að undirbúa stofnun
safnsins. Það var mikið verk og örð-
ugt að afla nauðsynlegs fjár, en þetta
hafðist á endanum og sumarið 1986
tókst loks að opna Sjóminjasafn ís-
lands í mjög þokkalegu bráðabirgða-
húsnæði, svokölluðu Bryde-pakk-
húsi við Vesturgötu í Hafnarfirði.
Sjóminjasafnið er sjálfstæð deild í
Þjóðminjasafni; þjóðminjavörður er
yfirmaður safnsins, en sjóminja-
safnsnefnd, sem ég hef verið formað-
ur fyrir, hefur haft framkvæmdir
með höndum í samráði við þjóð-
minjavörð.
Jú, vissulega var það stór stund að
sjá Sjóminjasafnið loksins komast á
laggirnar, — en betur má ef duga
skal. Það er afar brýnt að byggja yfir
safnið viðunandi húsnæði til fram-
búðar, en einkum er þó aðkallandi
að reisa bátaskemmu, því margir
bátar sem safnið á liggja beinlínis
undir skemmdum. Bæði stjórnvöld
og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi
hafa sýnt safninu lítinn skilning og
enn hefur t.d. ekki fengist heimild til
að ráða að safninu fastan starfs-
mann! Ætli Sjóminjasafn íslands sé
ekki eina opinbera safnið í heiminum
sem svo er ástatt um.“
Sjóminjasafn íslands er opið alla
daga nema mánudaga á sumrin, en
aðeins um helgar á vetrum og eftir
samkomulagi fyrir heimsóknir
skólanema.
Safninu hafa áskotnast ýmsir
munir eftir að það hóf starfsemi, en
nú þegar er svo komið að það getur
tæpast tekið við rúmfrekum munum
vegna húsnæðisskorts.
„Nú þarf Sjóminjasafnið á því að
halda að fá hörkuduglegan yfirmann
sem getur sótt peninga í allar áttir,
mann eins og Sverri Hermannsson,“
segir Gils, en hann hefur sem fyrr
segir sjálfur hug á að láta af for-
mennsku í sjóminjasafnsnefnd.
í Sjómannadagsblaðinu 1980 brá
Gils Guðmundsson upp þessari
mynd af starfsemi Sjóminjasafns ís-
lands, þar sem því er ætlaður fram-
tíðarstaður á svonefndri Skerseyri,
niður undan Hrafnistuheimilinu í
Hafnarfirði:
„Að því þarf að stefna, að Sjó-
minjasafn íslands verði ekki lífvana
stofnun, sem telji það eitt verkefni
sitt að safna fágætum munum frá
liðnum tíma. Mikilvægt er að slíkt
safn geti orðið lifandi brunnur fróð-
leiks og þekkingar, sem stuðli að
tengslum uppvaxandi kynslóðar við
líf og kjör forfeðra og formæðra.
Væri mjög æskilegt að með stjórn-
endum safnsins og vistmanna á
Dvalarheimili aldraðra sjómanna,
gæti tekist samvinna, sem meðal
annars yrði í því fólgin, að vistmenn
yrðu á safninu þegar það væri opið
almenningi, til eftirlits og leiðbein-
ingar, útskýrðu notkun áhalda og
tækja og sýndu jafnvel gömul vinnu-
brögð. Mætti þá meðal annars skipu-
leggja heimsóknir skólafólks á safn-
ið, þar sem æskan ætti þess kost að
kynnast lífsbaráttu fyrri kynslóða."
J.F.Á.