Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 207
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
205
Árni með starfsfélögum sínum. Frá vinstri: Karel Karelsson, Eysteinn Guðlaugsson, Ólafur Ársælsson, Haukur Bergmann og Árni.
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson
hugun fari fram á því, hvaða ráðstaf-
anir þurfi að gera til þess, að þessi
venja verði ekki aðeins bundin við
eina verstöð, heldur landið allt.“
Ekkert varð þó úr framkvæmdum
og tillagan lognaðist útaf í allsherjar-
nefnd þingsins.
í kjölfar mikillar leitar að síldar-
skipinu Stíganda haustið 1967 höfðu
síldarskipstjórar á miðunum við Jan
Mayen samtök um að hefja sjálfir
tilkynningarskyldu og tóku að láta
vita um ferðir sínar, ýmist sín á milli
eða við síldarradíóin í landi og síld-
arflutningarskipin sem voru á mið-
unum. Þá fékk umræðan um skipu-
lega tilkynningarskyldu íslenskra
skipa byr undir báða vængi og í maí
1968 gaf forseti íslands út bráða-
birgðalög, að ósk Eggerts G. Þor-
steinssonar, þáverandi sjávarútvegs-
og félagsmálaráðherra, um „heimild
til útgáfu reglugerðar um tilkynning-
arskyldu íslenskra skipa.“ Sam-
kvæmt þeirri reglugerð tók Tilkynn-
ingarskyldan til starfa á Sjómanna-
daginn 1968 — og fyrstu skeytin
bárust einmitt frá síldveiðiflotanum
á Jan Mayen miðum 13. júní 1968.
Einhugur var um það að fela
Slysavarnafélagi íslands að skipu-
leggja þessa starfsemi og hafa með
henni umsjón og var Þorvarður Ingi-
bergsson Stýrimannaskólakennari
ráðinn til félagsins í því skyni. Fyrstu
fimm árin var Tilkynningarskyldan
opin frá klukkan 8 á morgnana til
miðnættis, en 1973 var tekin upp 24
stunda þjónusta. Það var þó ekki
fyrr en 1977 sem tilkynningarskyldan
varð lögbundin, en þá samþykkti Al-
þingi lagafrumvarp Péturs Sigurðs-
sonar um Tilkynningarskyldu ís-
lenskrar skipa.
s
rni Sigurbjörnsson stýri-
maður hóf störf á Skyld-
unni sem afleysingamaður
1971 og var þar síðan með annan fót-
inn uns hann var fastráðinn um ára-
mótin 1978-9.
„Jú, starfsemin hefur breyst tals-
vert frá því ég byrjaði hér fyrst,“ seg-
ir hann í spjalli við Sjómannadags-
blaðið, „þótt starfið sé og verði í eðli
sínu ávallt hið sama. Það sem breytt-
ist var umfangið; það fjölgaði svo
gífurlega skipunum, sem við þurft-
um að hafa afskipti af, þegar allir
opnir bátar voru gerðir tilkynningar-
skyldir, og enn hefur fjölgað nú síð-
ustu árin með öllum þessum nýju
smábátum. Ennfremur hefur örygg-
isnetið verið að smáþéttast, en þegar
ég var að byrja voru ýmis hafsvæði
umhverfis landið sem ekki voru í ör-
bylgjusambandi við strandarstöðv-
arnar, t.d. norð-austurhornið og
Breiðafjörðurinn, og bátar á þessum
slóðum gátu einfaldlega ekki, til
skamms tíma, haft samband við
land.
Núna tökum við á móti nálægt
2.000 tilkynningum á sólarhring,
sem við höfum handskrifað hingað
til, og það er afar mikil vinna að
halda þeim upplýsingum öllum til
haga. En nú höfum við tölvuvæðst
og reiknum með að leggja gamla
handskriftarkerfið fyrir róða í kring-
um Sjómannadaginn og notast upp