Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 91
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
89
Myndin sem Baldvin minnist á í viðtalinu, frá fyrsta söludegi í aðalumboðinu þegar miðum hafði verið fjölgað í 50 þús. eintök.
Alþingi samþykkti lögin um happ-
drætti DAS í báðum deildum sam-
dægurs — semjjykir næsta einstætt í
þingsögunni. Olafur sá líka til þess
að happdrættinu væri úthlutað 6 bíl-
leyfum á fyrsta ári, en í þá daga var
innflutningur bifreiða háður leyfum
og þau naumt skömmtuð, sum árin
aðeins til fáeinna lækna. Menn gátu
ekki keypt sér nýja bifreið þó þeir
ættu fyrir henni. Allt árið 1954 var
t.d. aðeins úthlutað 9 bílleyfum og 6
af þeim hreppti sem sagt DAS, sem
sýnir hvað þarna var um stórkostleg-
an stuðning að ræða. Þetta gerði það
að verkum að eftirspurn varð strax
geysimikil eftir miðum í DAS.
Við gáfum út 30 þús. miða fyrsta
árið. Eg hafði gert þrjár áætlanir um
þann ágóða sem unnt væri að gera
sér vonir um að hlytist af þessum
rekstri. Fyrst miðaði ég við 10 þús.
raiða, lengra hætti ég mér ekki. Og
niðurstaða mín var sú að jafnvel þótt
við seldum ekki nema 10 þús. miða,
atti ágóði að verða nægur til að rétt-
læta þennan rekstur. En viðtökurnar
fóru langt fram úr björtustu vonum,
a aðeins fáum dögum seldust upp
allir miðarnir 30 þús. Árið eftir fjölg-
uðum við þeim í 50 þús. og þriðja
árið í 65 þús. miða. Hér í skrifstofu
minni hangir upp á vegg mynd, sem
ég held mikið upp á, frá fyrsta sölu-
degi eftir að við jukum fjölda útgef-
inna miða í 50 þús., en þá myndaðist
gríðarlöng biðröð í grenjandi rign-
ingu við sölustað okkar í Austur-
stræti 1. Nokkrum árum síðar fjölg-
uðum við miðum upp í 75 þús. og
enn síðar upp í 80 þús. og sá er fjöldi
þeirra nú.
Við tókum strax þann pól í hæðina
að fara ekki inn á sömu brautir og
þau tvö happdrætti sem fyrir voru,
þ.e. að bjóða upp á einn stóran vinn-
ing og marga smávinninga, heldur
að reyna að skapa okkur sérstöðu
með því að bjóða einvörðungu upp á
tiltölulega „stóra“ vinninga. Jafn-
framt ákváðum við að miða happ-
drættisár DAS ekki við almanaksár-
ið, heldur við vertíðarlok, þannig að
það stæði frá maí til apríl.
Vinningar í happdrætti DAS hafa
verið af ýmsu tagi, allt frá húsbúnað-
arvinningum, hljóðfærum og góð-
hestum uppí utanlandsferðir, trakt-
ora, bfla, báta, íbúðir og einbýlis-
hús. Það þótti mjög sterkt í
auglýsingum að geta jafnan boðið
upp á áþreifanlega vinninga, þ.e.
vinninga sem blöstu við öllum, og
þurfa ekki að bjóða upp á drauminn
margnotaða, fá fólk til að hugsa:
Hvað myndi ég nú gera ef ég ynni
milljón? O.s.frv.
Mesta athygli af okkar vinningum
vöktu einbýlishúsin sem við buðum
upp á sem aðalvinning í 11 ár sam-
fleytt. Þetta voru ekki lúxus hús,
hvorki að stærð né innréttingum,
heldur mjög í stíl við það sem fólk
var almennt að byggja sér á þeim
tíma, það sem á annað borð gat ráð-
ist í að byggja sér einbýlishús. Húsin
voru sýnd almenningi á hverju vori
með tilheyrandi húsbúnaði og inn-
anstokksmunum, sem reyndar
fylgdu ekki vinningnum, og þ.á.m.
voru málverk á veggjum eftir Atla
Má Árnason, sem var okkar auglýs-
ingateiknari íþann tíma. Þessar vor-
sýningar voru mjög sérkennilegar;
fólk var að byrja að hreyfa sig eftir
veturinn og það mátti segja að þetta
væru fyrstu vorferðir fjölskyldunn-
ar. Ég lét nú ekki nema einu sinni
gera talningu á fjölda gesta; það var í
svokölluðu Fischer-húsi, sem við