Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 100

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 100
98 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ HELGI LAXDAL Á 50 ÁRA AFMÆLI SJÓMANNADAGSINS s dag höldum viö upp á 50 ára afmæli Sjómannadagsins í Reykjavík. Legar til dagsins var stofnað fyrir 50 árum var aðeins um það að ræða að þeir sjómenn sem þá voru í landi og fjölskyldur þeirra, komu saman á sunnudegi til skemmtanahalds og einnig til þess að láta fólkið í þessu landi vita að þessi stétt manna væri til og á hennar störfum byggðist afkoma annarra landsmann'a. Á þeim 50 árum sem síðan eru liðin hefur markmiðið ekki breyst en því til viðbótar hefur verið unnið mikið og þarft starf í þágu aldraðra. Starfsemi Sjómannadagsráðs á þessu sviði hljóta allir að þekkja, þar tala verkin skýrt sínu máli. í Reykjavík og Hafnarfirði eru rekin myndarleg heimili fyrir aldr- aða sjómenn. Fyrsti hluti heimilisins í Hafnarfirði var tekinn í notkun fyrir um níu árum síðan, en byggingu þess lauk fyrir fáum árum. Heimilið er svo gott sem nýtt, búið öllu því sem þarf til þess að gera öldruðum síðustu árin sem ánægjulegust. I tengslum við heimilið hafa verið reistar smáíbúðir. Fyrirhugað er að reisa fleiri smáíbúðir þar sem aldrað- ir geta búið í sem líkustu umhverfi og þeir gerðu áður og notið allrar þeirr- ar þjónustu sem heimilið veitir bæði á sviði heilsugæslu og annarrar fé- lagslegrar þjónustu sem þar er veitt. Þegar fyrst var haldið upp á Sjó- mannadaginn hefur trúlega fæstum komið til hugar þau stórvirki sem nú eru orðin að veruleika. Ég hef hér lítillega minnst á störf í þágu aldraðra en á engan hátt gert þeim nokkur skil aðeins drepið á það helsta. Ekki er hægt að fjalla um sjó- mannadaginn í Reykjavík án þess að geta þess að Sjómannadagsráð hefur á öllum tímum beitt sér fyrir umbót- um á sviði öryggismála sjómanna. Yfirmenn skipa á Norðurlöndum hafa með sér samtök og á þeirra veg- um eru haldnir tveir fundir árlega. Síðast þegar haldinn var fundur hér á landi bauð Sjómannadagsráð full- trúum til kynningar og kvöldverðar í dvalarheimilinu í Hafnarfirði. Áður en borðhald hófst var gest- um fylgt um heimilið og þeim sagt frá þeirri starfsemi sem þarna fer fram. Að loknum kvöldverði tóku menn tal saman. Það kom fljótt fram í máli okkar ágætu gesta undrun á því mikla starfi sem þarna fer fram og hversu húsakostur og öll aðstaða er til mikillar fyrirmyndar, eða nán- ast eins og einn komst að orði: „Eins og á besta hóteli.“ Það var ákaflega erfitt að útskýra fyrir þeim að upp- hafið af þessu öllu væri ákvörðun sjómanna að gera einn sunnudag að sérstökum degi stéttarinnar. Þeir sögðu okkur einnig það að ekki væri að finna á hinum Norðurlöndunum hliðstæðu eða sér heimili fyrir aldr- aða sjómenn sem væru jafn vel búin og þessi. Á slíkum stundum er gam- an að vera Islendingur en því miður erum við á ýmsum sviðum eftirbátar granna okkar og frænda, en á þessu sviði erum við fremstir og getum og eigum að vera stoltir af. Eftir margra ára umfjöllun og bar- áttu sjómannasamtakanna voru sett lög á síðasta Alþingi að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra, um að gera fyrsta sunnudag íjúníár hvert aðlögboðn- um frídegi sjómanna. Að vísu tryggja lögin ekki öllum sjómönnum dvöl í landi, það eru fyrst og fremst fiskimenn sem njóta hennar. Hvað farmennina varðar er erfiðara um vik því farskipin sigla víða og eru bundin fastri áætlun sem í flestum tilvikum verður ekki breytt. Engu að síður er hér um að ræða mikla réttar- bót fyrir íslenska sjómannastétt, en ef til vill er táknræni þátturinn stærstur, sú viðurkenning, sem þjóð- in veitir sjómönnum fyrir störf henn- ar í þágu íslensks atvinnu- og at- hafnalífs. 'T' En þátt fyrir það að okkur hafi gengið margt í haginn á undan- gengnum árum, standa íslenskir sjó- menn frammi fyrir ýmsum vanda- málum sem finna þarf lausn á. Eitt þeirra er sú þróun sem átt hefur sér stað hjá siglingaþjóðum í okkar nágrenni, að manna farskipin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.