Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 39
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
37
HRAFNISTA ER HEIMILI
- EKKI STOFNUN
Mér finnst stundum að
Hrafnista sé eins og lítið
þorp, samheldnin er hér
svo mikil, segir Rafn Sigurðsson for-
stjóri Hrafnistu í Reykjavík.
Rafn hefur veitt heimilinu for-
stöðu í fimmtán ár — og hefur starf-
að í Sjómannadagsráði yfir 20 ár.
Reyndar er hann jafnaldri Sjó-
mannadagsins, fæddur 1938.
Hann er að vestan, sonur Ólafar
Guðmundsdóttur frá Gelti í Súg-
andafirði og Sigurðar Hallbjarnar-
sonar skipstjóra á Súgandafirði. Sig-
urður var nafnkunnur skipstjóri á
sinni tíð vestra, en síðar útgerðar-
maður á Akranesi — og þar er Rafn
fæddur, yngstur tólf systkina.
„Faðir minn lést þegar ég var átta
ára og bjó ég síðan hjá móður minni
þar til skólagöngu minni lauk. Hug-
ur minn stefndi náttúrlega til sjós,
það var eins og annað kæmi ekki til
RÆTT VIÐ RAFN SIGURÐSSON
greina. En mér gekk erfiðlega að
verða mér út um pláss á Akranesi,
og komst ég að því löngu síðar, að
móðir mín var jafnan skrefi á undan
mér að tala við kallana og bað þá að
gera það fyrir sig að synja yngsta
drengnum sínum um pláss. Það end-
aði með því að ég fór upp á eigin
spýtur til Reykjavíkur og réð mig á
hvalbát fjórtán ára gamall. Pá hófst
mín sjómennska sem stóð í fimmtán
ár.“
Rafn færði sig fljótlega yfir á frakt-
skipin og varð matsveinn á Lagar-
fossi. Árið 1957 sigldi hann til Kaup-
mannahafnar og lærði til matreiðslu
og brytastarfa. Að loknu náminu
1960 var hann í tvö ár 1. matsveinn á
Gullfossi, síðan sex ár bryti á Goða-
fossi og loks á Brúarfossi eftir að
Goðafoss hafði verið seldur úr landi.
„Á þessum árum var talsvert um
það að farþegar væru á skipum Eim- I
skips og gerði það farmennskuna
mun skemmtilegri og líflegri en nú er
orðið. Þá voru líka margfallt fleiri í
áhöfn skipanna og starf brytans því
oft erilsamt. En ég á ekkert nema
góðar minningar úr farmennskunni.
Ég átti þess kost að fara hálfsmán-
aðarferð með Reykjafossi um
Evrópu á síðasta ári. Pað er ótrúlegt
að sjá hve allt er gerbreytt frá því
sem var á minni tíð. Á þessu stóra
skipi var aðeins 13 manna áhöfn,
samanborið við 33 áður, — og eðli-
lega vantaði því allt félagslíf, það var
ekki þessi notalegi heimilisbragur
um borð eins og í gamla daga. Eina
afþreyingin núorðið virðist vera að
horfa á myndbönd: menn vinna,
borða, sofa og horfa á myndbönd.
Það er lífið um borð. Pá er svo til
hætt að stoppa í erlendum höfnum,
skipverjar komast nánast ekkert í
land, en hér áður fyrr voru víðförlir
Hrafnista DAS í Laugarási.
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson