Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 36
34
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
FIMMTÍU ÁRA SAGA SJÓMANNADAGSINS
NÝ BÓK EFTIR ÁSGEIR JAKOBSSON
Saga Sjómannadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði,
rituð af Ásgeiri Jakobssyni,
hefur verið í prentun um leið og Sjó-
mannadagsblaðið og líklegt að eitt-
hvað verði búið að binda af bókinni
á Sjómannadaginn. Þetta er mikil
bók, um 500 bls., prýdd á annað
hundrað mynda. Þar er saga Sjó-
mannadagsins rakin frá fyrstu hug-
mynd um daginn, síðan allur undir-
búningur að stofnun hans — og svo
áfram ár af ári, nema síðustu tíu árin
eru rakin saman.
Bókinni er skipt í fjóra hluta. I.
hluti er um undirbúning og stofnun,
fyrsta árið og fyrsta Sjómannadag-
inn. II. hluti segir frá árunum 1939 til
1961, þegar 23 ára formannstíma
Henrys Hálfdanssonar lýkur. Þá
tekur við formannstími Péturs Sig-
urðssonar, sem enn stendur, að und-
anskildu einu ári, 1961-2, og þar
hefst III. hlutinn. Skil eru síðan gerð
þegar Hrafnista í Hafnarfirði hefur
verið vígð og tekin að hluta til starfa
1977 — og þar hefst IV. og síðasti
hluti bókarinnar. í honum er yfirlit
um öll fyrirtæki Sjómannadagsins,
þau sem nú eru í gangi: Hrafnistu í
Reykjavík, Hrafnistu í Hafnarfrrði,
orlofshúsahverfi að Hraunborgum í
Grímsnesi, Laugarásbíó, happdrætti
DAS og Sjómannadagshaldið sjálft.
Inn í þessa frásögn alla er blandað
sjávarútvegssögu tímabilsins, eink-
um að því leyti, sem breytingar í
sókn og úthaldi skipa hefur haft áhrif
á sögu Sjómannadagsins og sjó-
mannslífið. Pá eru skrár í bókinni
um vinningshafa á Sjómannadaginn,
alla þá sem heiðraðir hafa verið og
þá sem hlotið hafa afreksverðlaun
dagsins.
Petta mun vera fimmtánda sjó-
mannabók Ásgeirs Jakobssonar. Af
fyrri bókum hans eru e.t.v. kunn-
astar hans þrjár miklu ævisögur út-
gerðarmanna: Einars saga Guð-
Ásgeir Jakobsson.
finnssonar, Tryggva saga Ófeigsson-
ar og Hafnarfjarðarjarlinn — Einars
saga Þorgilssonar. Af öðrum sjó-
mannsbókum hans má nefna Fiski-
manninn, handbók í sjómennsku,
Kastað í Flóanum, um upphaf ís-
lenskrar togaraúterðar, Siglingu
fyrir Núpa, um ísfirsku útilegubát-
ana á þriðja áratugnum (meðhöf.
Torfi H. Halldórsson), Lífið er lott-
erí, ævisögu Aðalsteins Jónssonar á
Eskifirði, Hart í stjór, ævisögu Júl-
íusar Júliníusarsonar skipstjóra,
Byrjendabók í siglingafrœði (með
dæmasafni Jónasar Sigurðssonar og
Sjómannadagsblaðið/Emilía Björg Björnsdóttir.
viðbótum Þorleifs Kr. Valdimars-
sonar) og þýdda bók, Botnvarpan og
búnaður hennar. Pá hefur Ásgeir
skrifað tvær skáldsögur um sjó-
mannslíf: Gríms sögu trollaraskálds,
um togarasjómennsku á stríðsárun-
um, og Hinn sœla morgunn, sögu frá
áraskipatímanum.
Bók Ásgeirs um sögu Sjómanna-
dagsins og fyrirtækja hans verður
dreift í bókaverslanir í sumar og
haust, en verður einnig til sölu hjá
útgefanda, Sjómannadagsráði, að
Hrafnistu í Reykjavík, í síma (91)
38465.